Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 28
26 KIRKJURITIÐ greinum. Þess vegna kemur hjúskaparbrot alls ekki fyrii' hjá oss, því síður sifjaspell. Margir af oss halda sér meira að segja frá hjúskap." Þessu næst snýr Tertúllianus sér að því að sýna fram á, hvers vegna kristnir menn geti ekki trúað á marga guði, heldur aðeins á einn sannan Guð. Hvað væri þá orðið úr almætti Guðs, ef hann þyrfti allteina hjálparguði til þess að framkvæma sínar guðdómlegu skyldur? Flestir þeir, sem dýrkaðir hefðu verið sem guðir, hefðu áður verið menn. En jafnvel hinir vitrustu menn og réttlátustu, voldugustu og mælskustu, eins og Sókrates, Aristides, Alex- ander og Demosþenes, hafi þó ekki orðið guðir. Hinir verstu menn hafi aftur á móti iðulega verið teknir í guðatölu. Og í musterum þeirra hafi síðan verið fram- inn allskonar ólifnaður, eins og næg dæmi finnist um. „Nýlega var í Kartagó sett upp á torginu ófreskja nokkur með asnaeyru, asnahóf á öðrum fæti, klædd í skikkju og með bók í hendi. Bar myndin þessa yfirskrift: Asnabastarður, guð kristinna manna! Að þessu gátum vér kristnir menn ekki annað en hlegið. Því að miklu líklegri væru andstæðingar vorir til að tilbiðja slík skurðgoð. Því að einmitt þeir tilbiðja guði með hundshöfuð, Ijóns- höfuð, hafurshorn eða hrútshom, 3 hafursfætur, með vængi á hryggnum eða fótunum.“ Eftir þetta kemur alllöng útskýring á kristnum trúar- kenningum um einn sannan Guð, Jesúm Krist og Heilaga ritning. Þar segir meðal annars um Guð: „Vér þekkjum Guð af verkum hans og af vitnisburði sálarinnar. En til þess að vér skyldum fyllilega læra að þekkja boðorð hans og vilja, hefir hann gefið oss sitt orð í bókum. Hafi einhver löngun til að rannsaka eðli Guðs og vilja, óski menn að finna hann, trúa á hann og þjóna honum, þá stendur bók Guðs opin. Frá upphafi hefir Guð innblásið vitra og réttláta menn með anda sínum og sent þá til jarðarinnar til að bera vitni, að Guð er einn.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.