Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 28
26 KIRKJURITIÐ greinum. Þess vegna kemur hjúskaparbrot alls ekki fyrii' hjá oss, því síður sifjaspell. Margir af oss halda sér meira að segja frá hjúskap." Þessu næst snýr Tertúllianus sér að því að sýna fram á, hvers vegna kristnir menn geti ekki trúað á marga guði, heldur aðeins á einn sannan Guð. Hvað væri þá orðið úr almætti Guðs, ef hann þyrfti allteina hjálparguði til þess að framkvæma sínar guðdómlegu skyldur? Flestir þeir, sem dýrkaðir hefðu verið sem guðir, hefðu áður verið menn. En jafnvel hinir vitrustu menn og réttlátustu, voldugustu og mælskustu, eins og Sókrates, Aristides, Alex- ander og Demosþenes, hafi þó ekki orðið guðir. Hinir verstu menn hafi aftur á móti iðulega verið teknir í guðatölu. Og í musterum þeirra hafi síðan verið fram- inn allskonar ólifnaður, eins og næg dæmi finnist um. „Nýlega var í Kartagó sett upp á torginu ófreskja nokkur með asnaeyru, asnahóf á öðrum fæti, klædd í skikkju og með bók í hendi. Bar myndin þessa yfirskrift: Asnabastarður, guð kristinna manna! Að þessu gátum vér kristnir menn ekki annað en hlegið. Því að miklu líklegri væru andstæðingar vorir til að tilbiðja slík skurðgoð. Því að einmitt þeir tilbiðja guði með hundshöfuð, Ijóns- höfuð, hafurshorn eða hrútshom, 3 hafursfætur, með vængi á hryggnum eða fótunum.“ Eftir þetta kemur alllöng útskýring á kristnum trúar- kenningum um einn sannan Guð, Jesúm Krist og Heilaga ritning. Þar segir meðal annars um Guð: „Vér þekkjum Guð af verkum hans og af vitnisburði sálarinnar. En til þess að vér skyldum fyllilega læra að þekkja boðorð hans og vilja, hefir hann gefið oss sitt orð í bókum. Hafi einhver löngun til að rannsaka eðli Guðs og vilja, óski menn að finna hann, trúa á hann og þjóna honum, þá stendur bók Guðs opin. Frá upphafi hefir Guð innblásið vitra og réttláta menn með anda sínum og sent þá til jarðarinnar til að bera vitni, að Guð er einn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.