Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 30
28
KIRKJURITIÐ
ingjusömu heimilislífi, hraustum her, trúum ráðherrum,
heiðarlegum þegnum, friði í ríkinu og hverju því öðru,
sem þjóðin og keisarinn getur frekast óskað. Ekki færum
við Guði að fórn nokkur reykelsiskorn, keypt fyrir fáeina
skildinga, nokkra dropa vins eða blóð af gömlum uxa,
eins og þér gerið ásamt yðar óhreinu samvizku. Vér fær-
um oss sjálfa Guði að fórn, og flytjum fram bæn vora af
einlægum huga og hreinni sál. — Svo getið þér komið
með járnklær til að rífa oss á hol, krossfest oss, brennt
oss, hálshöggvið oss eða sigað á oss villidýrum. Vér
stöndum hógværir og breiðum út hendurnar í bæn til
Guðs! Þér getið gert við oss það, sem yður sýnist. En
þegar þér, auðsveipir þjónar keisarans, hafið stigið yfir
höfuð vor, skylduð það þá vera þér, sem biðjið einlæg-
lega fyrir keisaranum?“
„Nú skal ég segja ykkur blátt áfram, hvemig vér
kristnir menn skemmtum oss, er vér komum saman: Vér
styrkjum trú vora við lestur Heilagrar ritningar, og upp-
byggjum siðgæði vort við að hlusta á hin heilögu boðorð.
Forsetar á þessum samkomum eru öldungarnir. Þeir hafa
ekki goldið fyrir þennan heiður og ekki er þeim goldið
fyrir hann, því að ekkert fæst fyrir borgun hjá Guði.
Vér höfum sameiginlegan sjóð. Hver og einn leggur í
hann tillag sitt á ákveðnum degi mánaðarins, eða þegar
hann getur eða vill. Enginn er tilneyddur að gefa, allt
er lagt fram af fúsum vilja. Fé þetta er ekki notað til
samkvæmishalda, í drykkjuveizlur eða ofát, heldur er
því varið til fátækraframfæris, til að sjá um foreldra-
laus börn, til að ala önn fyrir gömlu fólki og farlama,
eða skipbrotsmönnum. Og ef einhver af oss er dæmdur
fyrir trú sína til þrældóms í námum eða á eyðieyjum
eða í fangelsum, þá hugsum vér líka um þá.
Einmitt þetta blæðir mörgum í augum. Þér hrópið:
Sjáið, hversu þeir elska hver annan! Því að þér hatið
hver annan. Sjáið, hversu þeir eru reiðubúnir að deyja