Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 34
32 KIRKJURITIÐ kasta henni fyrir Ijónin. Með því hafið þér viðurkennt, að þér skiljið, að dyggðin er dýrmætari en lífið. Þannig sýkn- ið þér oss, en dæmið sjálfa yður! Já, kveljið oss meir og meir og leitið nýrra og nýrra grimmdarbragða. Það gagnar yður ekkert, en það dregur fleiri inn í söfnuðinn. Því fleiri, sem teknir eru af lífi, því fleiri koma inn. Blóð kristinna manna er útsæði! Engin orð fá áunnið jafn marga lærisveina og slíkur vitnisburður hinna kristnu, — Þess vegna er það, sem vér þökkum dómurum vorum fyrir að vera dæmdir. Vera Guðs er ólík eðli mannanna. Þegar vér erum dæmdir af yður, sýknar Guð oss.“ Þannig lýkur ræðu Tertúllianusar, og er þetta ekki nema stuttur útdráttur, sem ég hefi gert, en þó nægilegur til að sýna frábæra mælsku hans og rökfimi, svo og til að bregða upp mynd af því umhverfi og menningarlega and- rúmslofti, er hann lifði í. Vamarritið sýnir, að Tertúllian hefir verið skapheitur maður og aldrei beygt af sann- færingu sinni og hvergi brostið hugrekki til að segja það, sem honum bjó í brjósti. Mörg rit eru til eftir hann, sem eru merkileg að því leyti, hversu þau sýna guðfræðihug- myndir hans, enda má rekja ýmislegt i guðfræði kirkjunn- ar beina leið til hans. — En aldrei er hann stærri en þar sem hann stendur beinn og djarfur andspænis hinum jarðnesku máttarvöldum, sem ógnuðu með eldi og dauða, og slær þau með mætti andans, svo hart og tíðum, að þau fá engri vöm fyrir sig komið. Ýmislegt er óljóst um síðustu ár Tertúllianusar. Enda þótt hann deildi mjög á alla sérflokka innan kirkjunnar, fór svo að lokum, skömmu eftir aldamótin 200, að hann gekk yfir í flokk svonefndra Montanista, sem var strang- trúarflokkur, er talaði tungum og vildi endurreisa trúar- líf postulatímans. Yfirleitt hafði Tertúllianus hneigðir til strangtrúar og meinlætalifnaðar og segir Ágústínus, að hann hafi aftur orðið ósáttur við Montanista og gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.