Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 35

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 35
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 33 úr flokki þeirra. Er talið, að hann hafi andast árið 222. Hann hefir löngum verið talinn mestur rithöfundur fom- kirkjunnar, annar en Ágústínus, og hafði geysivíðtæk áhrif á guðfræðilegar hugmyndir hennar. Jafn-strangur kirkjuhöfðingi og Cyprianus biskup, eftirmaður hans í Karthago, mat hann umfram alla aðra og komst jafnan svo að orði, þegar úskurðar þurfti um trúarleg efni.: Sækið meistarann, og vom þá rit Tertúllianusar sótt. Þessir tímar sýnast nú fjarlægir, og þær ásakanir á hendur kristnum mönnum, sem trúvarnarmenn eins og Tertúllianus urðu við að berjast, miklar fjarstæður. En onnþá fram á vora daga hafa kristnir menn átt við of- sóknir að búa og enn eru fjarstæðukenndar ásakanir bornar á þá, og þeir taldir óvinir ríkisins af ýmsum, þótt ekki sé þeim lengur dreift við barnaát. Kristindómurinn þarf því ennþá á að halda skeleggum og rökfimum trúvarnarmönnum, sem eins og Tertúllianus óttast ekkert vald á jörðu, en hafa djörfung og vit til að verja þann málstað, sem reyndar er auðveldast að verja: málstaö sanrileikans. Hvenær, sem það er gert; verður Tertúllianusar minnzt sem einhvers vaskasta hundraðshöfðingja hinnar stríðandi kirkju. Benjamín Kristjánsson. 3

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.