Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 38
36 KIRKJURITIÐ stæður hinar þrengstu. En það varð honum enginn þrösk- uldur í vegi til að þjóna Kristi og vera boðberi hans meðal safnaða sinna, að halda virðingu sinni og embættis síns í fullum heiðri og hjálpa fjölmörgum af fátækt sinni. Þegar hann kom í Mýrdalinn, settist hann að í Norður- Hvammi, sem þá var lagður til sem prestssetur. Var það þá fremur rýr jörð og illa hýst. En orð var fljótt á því gert, að þangað þætti flestum gott að koma. Árið 1911 flyzt hann svo til Vikur, — sjálfsagt með stofnun ungl- ingaskóla í huga, — sem komst þá einnig fljótt til fram- kvæmda, er hann hafði flutt í kauptúnið, og gerðist hann þegar fyrsti skólastjóri hans. Kenndi hann síðan við hann meira og minna um fjölda ára. Ekki var aðbúðin í Vík girnileg. Innréttaði hann þar gamla sjóbúð til íbúðar og bjó þar alla tíð til ársins 1933, er læknishúsið var keypt til prestsseturs, við fráfall Stefáns heitins Gíslasonar læknis. Voru þrengsli því mikil, en allt var snyrtilegt og vel um gengið, enda var húsfreyjan framúrskarandi myndarleg, og unnust þau hjónin mjög. Margan furðaði á því, að presturinn skyldi geta unað slíkum húsakynnum, og það þvi fremur, sem séra Þor- varður var stór í lund og lét í engu misbjóða virðing sinni. Ef einhver ympraði á því, að húsin væru honum tæpast samboðin, átti hann til að minna á það, að sá, sem hann kysi helzt að líkjast og þjóna, hefði heldur ekki búið í neinum hallarsölum. Og sannast mála var það, að slík var alúðin, gestrisnin og umgengni öll hjá prests- hjónunum í Vík, að menn fundu lítt til þrengslanna, sem þau bjuggu við, en undu sér hið bezta og gleymdist um- hverfið. Presturinn var ætið glaðvær, alúðlegur og unun oft að samræðum við hann, og húsfreyjan var mild og hlý og nærgætin, svo að öllum fannst ánægjulegt að koma til þeirra, og að þeir færu þaðan jafnan auðugri en þeir komu. Minnast sóknarbömin margra ánægjustunda frá þessu prestssetri í Vík. Séra Þorvarður var óvenjulega vel gerður maður, fastur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.