Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 40
38 KTRKJURITIÐ við hann um andleg mál og leyndardóma trúarinnar. Þótt hann væri enginn bókstafsdýrkandi, átti hann hreina og fölskvalausa Kriststrú og lotningu fyrir Kristi sem frelsara og drottni. Eftirfarandi erindi, sem er eitt af hinu síðasta, sem hann orti, ber þessu ljósast vitni: Kom þú, minn Jesú, kom til mín, svo komizt geti ég til þín. Auk þú mér styrk að elska þig, svo unnt verði þér að blessa mig. Lát mig hvílast við hjarta þitt, hinzt þegar dauðinn stöðvar mitt. Eins og erindi þetta ber með sér, átti hann fölskva- lausan og hreinan tilbeiðsluanda, sem, þegar allt kemur til alls, er hinn eini og vísasti vegur kristilegrar boðunar til mannlegra hjartna. Auk hinna venjulegu prestsstarfa lét sér Þorvarður fræðslumálin einkum til sín taka. Eins og fyrr getur, var hann aðalhvatamaður og fyrsti skólastjóri unglingaskól- ans í Vík, og kenndi lengstum við hann. Hann heimsótti iðulega bamaskólana í prestakalli sínu og fylgdist ræki- lega með kennslu þeirra, einkum í kristnum fræðum. Var hann ódeigur að láta uppi álit sitt, ef honum fannst eitthvað á bresta í þeim efnum, og ræddi um það bæði við kennara og fræðslunefndir. Og svo vel fylgdi hann þar eftir, að oftast mun hann hafa haft það fram, er hann óskaði. Sjálfur var hann hinn ágætasti fræðari, skýr, laginn og skemmtinn. Fræðsla hans undir fermingu var lifandi og áhrifarík, svo að þeim, sem nutu hennar, mun seint gleymast. Minningarnar frá þeim stundum eru okk- ur fermingarbömum hans hlýjar og bjartar. Sjálfum hon- um mun þá einnig hafa fundizt það hvað ánægjulegast af öllum prestsstörfum sínum. Fermingarræður hans voru þrungnar innileik og umhyggju, og fylgdi sá hugur hans fermingarbörnum hans æ síðan, hvar sem þau fóm, enda tengdist hann þeim órjúfandi tryggða- og vináttuböndum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.