Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 41
SÉRA ÞORVARÐUR ÞORVARÐSSON 39
Eitt sinn framkvæmdi hann fermingu, er sonur hans
nýlátinnn lá á líkbörunum, og lét hann það hvergi á sér
finna. Slik var karlmennska hans og æðruleysi, er um
sjálfan hann syrti.
Þegar séra Þorvarður kom í Mýrdalinn, tiltölulega ungur
Prestur, fátækur, vinalaus og flestum ókunnugur, þótti
það tvísýnt mjög, að hann myndi njóta sín þar sem and-
legur leiðtogi, er hefði traust og virðingu sóknarbama
sinna. Eins og kunnugt er m. a. úr æfisögu séra Jóns
Steingrímssonar, hafði Mýrdælingum hætt við því, að
hlífast lítt við presta sína, ef þeim líkaði ekki við þá sem
skyldi. Höfðu þeir jafnvel haft það orð á sér að vera
litlir prestavinir, þótt ýmsa ágæta presta hefðu þeir átt.
En þetta fór á annan veg með séra Þorvarð. Þótt hann
hafi sennilega haft flestum Mýrdalsprestum erfiðari ytri
aðstæður, lengst af, varð hann brátt einn ástsælasti og
bezt virti prestur, sem þar hafði þjónað. Vinsældir hans
fóru vaxandi með hverju ári, sem hann dvaldist þar, svo
að hvarvetna var til þess hlakkað, er hann kom á heimilin.
Þau voru sannarlega mælt út úr hjörtum sóknarbarna
hans, orðin, sem grafin voru á silfurskjöld, er þau lögðu
á kistu hans, og voru á þessa leið:
Orð og umhyggja okkur lýstu
innan og utan kirkju.
Bágstaddra vinur, börnum þú fluttir
guðsorð á gullaldarmáli.
Fegri vitnisburð getur prestur tæpast öðlazt hjá sókn-
arbörnum sínum, er starfi og samleiðum lýkur.
Þegar séra Þorvarður er nú horfinn oss til þeirra heima,
er hann horfði ætíð öruggur fram til, þá munum vér öll,
sem nutum prestsstarfa hans, sem fræðara í æsku, sálu-
sorgara við ástvinamissi og í öðrum áföllum lífsins, og
hlýs hollvinar hverja stund, minnast hans sem sanns og
einlægs boðbera og þjóns þess göfgasta, sem lífið á, —
Kristseðlisins í sálum mannanna.