Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 44
Séra Einar Thorlacius.
Fregnin um andlát hans, 2. jan. s. 1. kom mörgum
á óvart, þótt ólíklegt virð-
ist um svo háaldraðan
mann. Hann hélt sér svo
vel og virtist lítið bugaður
af ellinni bæði líkamlega
og andlega. Sjálfan mun
hann þó hafa verið farið
að óra fyrir, að skammt
mundi á leiðarenda. Á það
benda ýmsar ráðstafanir
hans áður en hann lagðist
á sjúkrahúsið, Landakots-
spítala, þar sem hann lá
banaleguna, réttan hálfan
mánuð.
Séra Einar Thorlacius
fæddist á öxnafelli í
Eyjafirði 10. júlíí 1864 og
var af kirkjuhöfðingja-
ættum kominn í föðurætt, eins og mörgum mun kunn-
ugt og af merkum bændaættum í móðurætt. Faðir hans
var Þorsteinn Thorlacius bóndi og hreppstjóri á öxna-
felli, Einarsson Thorlacius prests í Saurbæ í Eyjafirði,
Hallgrímsson Thorlacius prests í Miklagarði í Eyjafirði,
Éinarsson prests í Kaldaðarnesi, Árnessýslu, Jónsson. Séra
Einar Jónsson bjó í Kálfhaga og var föðurbróðir Magn-
úsar sýslumanns Ketilssonar. Seinni kona séra Einars í
Kálfhaga var Elín dóttir Hallgríms Thorlacius sýslum.
í Berunesi, Jónssonar sýslumanns Thorlacius, Þorláks-
sonar biskups á Hólum, Skúlasonar, en móðir Þorláks
Séra Einar Thorlacius.