Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 45

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 45
SÉRA EINAR THORLACIUS 43 biskups var Steinunn dóttir Guðbrands biskups Þorláks- sonar. Séra Einar Thorlacius í Saurbæ átti Margréti Jóns- dóttur prests hins lærða í Möðrufelli og Dunhaga Jóns- sonar, en systur Margrétar, Álfheiði Jónsdóttur lærða átti séra Hálfdan Einarsson á Eyri í Skutulsfirði og víðar, faðir séra Helga lectors. Jón biskup Helgason og séra Einar Thorlacius voru því þremenningar. — Móðir séra Einars var Rósa Jónsdóttir bónda í Leyningi í Eyjafirði Ejarnasonar. — Séra Einar átti aðeins tvö systkini: Al- bróður Jón Thorlacius bónda á öxnafelli, er átti mörg börn og þeirra á meðal frú Margréti í öxnafelli, sem er landskunn kona. Hálfsystur átti séra Einar Ólöfu, konu Þórarins Jónssonar kennara, eignuðust þau mörg börn °g þar á meðal Vilhjálm Þór forstjóra. Séra Einar gekk inn í Lærða- skólann 1881 og lauk það- an stúdentsprófi 1887. Um haustið sama ár gekk hann á Prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1889. Hinn 29. sept. s. á. var hann vígður af Hallgrími biskupi Sveinssyni til Stóruvallaþinga á Landi og þjónaði hann því prestakalli til aldamótanna. Sama haustið og séra Einar vígðist, kvong- aðist hann, 8. okt., heitmey sinni Jóhönnu Aðalbjörgu Benjamínsdóttur frá Stokkahlöðum í Eyjafirði, alsystur Magnúsar heit. Benjamínssonar úrsmiðs í Reykjavík. Fluttu ungu hjónin þegar austur í prestakall séra Einars og voru hinn fyrsta vetur til heimilis hjá merkisbónd- anum Eyjólfi í Hvammi á Landi. Vorið eftir, 1890, hófu þau búskap á prestssetrinu Skarði, en bjuggu þar aðeins í 4 ár, til vors 1894. Þá var jörðin orðin svo skemmd af sandfoki að þeim þótti ekki lifvænlegt að búa þar lengur. Séra Einar fékk því áorkað við kirkjustjórnina, að Fells- múli var gerður að prestssetri, og fluttu þau þangað. Þar byrjuðu þau með að byggja allgóðan torfbæ, en hann hrundi í landskjálftunum miklu 1896, eftir 2 ár, og reistu þau þá timburhús á staðnum. Veturinn 1900 sótti séra Einar um Saurbæjarprestakall á Hvalfjarðarströnd. Hann var kosinn þar löglegri kosningu og fékk veitingu fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.