Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 46
44 KIRKJURITIÐ prestakallinu 21. maí. Þar var hann prestur í 32 ár og auk þess prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1. júní 1921 til 17. ágúst 1931. Séra Einar fékk lausn frá embætti 1932 og flutti þá með konu sinni hingað til Reykjavíkur, en hún hafði verið mjög heilsuveil um mörg ár og var það aðallega vegna vanheilsu hennar, að hann flutti hingað og lét af prestsskap 68 ára gamall. Hann gat hér fengið henni betri hjúkrunar, en heilsubót fékk hún ekki og andaðist eftir tæpra 5 ára dvöl hér, oft sárþjáð, hinn 21. marz 1937. Hér vann séra Einar að skrif- stofustörfum í 8 ár hjá syni sínum Magnúsi Thorlacius hrlm. og hélt uppi heimili fyrir konu og börn. Hann gegndi prestsþjónustu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund um 2 ára skeið. Auk þess fékkst hann nokkuð við ritstörf og sá um útgáfu kvæðabókarinnar Snótar 1945. Á prestsskaparárum sínum samdi séra Einar ýmsar ritgerðir í blöð og tímarit. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 11. okt. 1945. Séra Einar var þjónandi prestur í 42^ ár og þar af prófastur í 10 ár. öll prestsleg þjónusta þótti honum fara prýðilega úr hendi. Hann var tígulegur fyrir altari, tón hans viðfelldið og ræðuflutningur í stól ágætur, prédik- anir hans „skipulegar og athyglisverðar." Frágangur allur á embættisbókum, skýrslum og skjölum, er hann lét frá sér fara, var frábærlega snyrtilegur og rithöndin falleg og henni hélt hann til dauðadags, eins og sjá má af fundargerð, er hann ritaði 3—4 dögum áður en hann lagðist banaleguna. Hann var samvizkusamur embættis- maður og mjög áhugasamur um kirkjuleg málefni. Þann sið tók hann upp, er hann varð prófastur, að bjóða sóknar- prestum prófastsdæmisins heim til sin einu sinni á ári til sameiginlegra viðræðna um kirkjuleg málefni. Voru slíkir prestafundir nýlunda á þeim árum áður en presta- félagsdeildirnar mynduðust. Hallgrímsdeildin var stofn- uð um það leyti sem hann var að flytja til Reykjavíkur og var hann einn af stofnendum hennar og sótti fundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.