Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 46
44 KIRKJURITIÐ prestakallinu 21. maí. Þar var hann prestur í 32 ár og auk þess prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1. júní 1921 til 17. ágúst 1931. Séra Einar fékk lausn frá embætti 1932 og flutti þá með konu sinni hingað til Reykjavíkur, en hún hafði verið mjög heilsuveil um mörg ár og var það aðallega vegna vanheilsu hennar, að hann flutti hingað og lét af prestsskap 68 ára gamall. Hann gat hér fengið henni betri hjúkrunar, en heilsubót fékk hún ekki og andaðist eftir tæpra 5 ára dvöl hér, oft sárþjáð, hinn 21. marz 1937. Hér vann séra Einar að skrif- stofustörfum í 8 ár hjá syni sínum Magnúsi Thorlacius hrlm. og hélt uppi heimili fyrir konu og börn. Hann gegndi prestsþjónustu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund um 2 ára skeið. Auk þess fékkst hann nokkuð við ritstörf og sá um útgáfu kvæðabókarinnar Snótar 1945. Á prestsskaparárum sínum samdi séra Einar ýmsar ritgerðir í blöð og tímarit. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 11. okt. 1945. Séra Einar var þjónandi prestur í 42^ ár og þar af prófastur í 10 ár. öll prestsleg þjónusta þótti honum fara prýðilega úr hendi. Hann var tígulegur fyrir altari, tón hans viðfelldið og ræðuflutningur í stól ágætur, prédik- anir hans „skipulegar og athyglisverðar." Frágangur allur á embættisbókum, skýrslum og skjölum, er hann lét frá sér fara, var frábærlega snyrtilegur og rithöndin falleg og henni hélt hann til dauðadags, eins og sjá má af fundargerð, er hann ritaði 3—4 dögum áður en hann lagðist banaleguna. Hann var samvizkusamur embættis- maður og mjög áhugasamur um kirkjuleg málefni. Þann sið tók hann upp, er hann varð prófastur, að bjóða sóknar- prestum prófastsdæmisins heim til sin einu sinni á ári til sameiginlegra viðræðna um kirkjuleg málefni. Voru slíkir prestafundir nýlunda á þeim árum áður en presta- félagsdeildirnar mynduðust. Hallgrímsdeildin var stofn- uð um það leyti sem hann var að flytja til Reykjavíkur og var hann einn af stofnendum hennar og sótti fundi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.