Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 47
SÉRA EINAR THORLACIUS 45 hennar við og við, þótt hann væri þá ekki þjónandi prest- ur á félagssvæðinu. Synódus sótti hann iðulega og var meðlimur Prestafélags Islands og sótti einnig fundi þess kostgæfilega. Mikilsverðan stuðning veitti hann fjársöfn- uninni til Hallgrímskirkjubyggingar í Saurbæ og mun hafa verið einn af hvatamönnum til hennar, enda var honum annt um allt, er laut að minningu Hallgríms Péturssonar. Árið 1939 gerðist hann hvatamaður að stofn- un Félags fyrrverandi sóknarpresta — eins og það félag heitir nú — ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi próföstum °g Prestum. Hann var kosinn í fyrstu stjórn þess félags og var í henni til dauðadags. Auk þess var hann fundar- gerðaritari félagsins í 2*/2 síðustu árin og ritaði þar að auki margar fundargerðir í forföllum annarra. Hann var yfirleitt áhugasamasti félagsmaðurinn, sem ávallt sótti fundi, nema alveg sérstök forföll hindruðu, hvatti menn, nýflutta presta til bæjarins, til að ganga í félagið og undir- bjó fundarstaði og annaðist um fundarefni. Honum er það manna mest að þakka, að aldrei hefir fallið niður fundur i félaginu frá stofnun þess, en þeir eru oftast haldnir mánaðarlega, stundum hálfsmánaðarlega. Séra Einar komst ekki hjá því að gera fleira en sinna embættisverkum, eins og flestir prestir í sveitum. Hann varð fyrst og fremst að stunda búskap til þess að sjá sér og sínum farborða; prestslaunin á þeim árum hrukku skammt til þess. Honum gekk búskapurinn ágætlega bæði fyrir austan á Skarði og Fellsmúla og ekki síður í Saurbæ. Hann var búmaður, eins og hann átti kyn til. Forfeður hans í marga liði í móðurætt voru stórmerkir bændur og margir auðugir. Frú Jóhanna hafði og verið afburðadugleg búkona og gat að mestu sinnt um búið, þegar embætt- is annarnar jukust hjá manni hennar og fleiri störf drógu hann frá heimilinu, svo sem hreppsnefndar- og odd- vitastörf, búnaðaxfélagsformennska, kaupfélagsstörf, sátta- nefndarstörf, auk ýmsra almennra menningarmála sveit- ar og héraðs, sem prestar í sveitum taka flestir drjúgan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.