Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 47

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 47
SÉRA EINAR THORLACIUS 45 hennar við og við, þótt hann væri þá ekki þjónandi prest- ur á félagssvæðinu. Synódus sótti hann iðulega og var meðlimur Prestafélags Islands og sótti einnig fundi þess kostgæfilega. Mikilsverðan stuðning veitti hann fjársöfn- uninni til Hallgrímskirkjubyggingar í Saurbæ og mun hafa verið einn af hvatamönnum til hennar, enda var honum annt um allt, er laut að minningu Hallgríms Péturssonar. Árið 1939 gerðist hann hvatamaður að stofn- un Félags fyrrverandi sóknarpresta — eins og það félag heitir nú — ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi próföstum °g Prestum. Hann var kosinn í fyrstu stjórn þess félags og var í henni til dauðadags. Auk þess var hann fundar- gerðaritari félagsins í 2*/2 síðustu árin og ritaði þar að auki margar fundargerðir í forföllum annarra. Hann var yfirleitt áhugasamasti félagsmaðurinn, sem ávallt sótti fundi, nema alveg sérstök forföll hindruðu, hvatti menn, nýflutta presta til bæjarins, til að ganga í félagið og undir- bjó fundarstaði og annaðist um fundarefni. Honum er það manna mest að þakka, að aldrei hefir fallið niður fundur i félaginu frá stofnun þess, en þeir eru oftast haldnir mánaðarlega, stundum hálfsmánaðarlega. Séra Einar komst ekki hjá því að gera fleira en sinna embættisverkum, eins og flestir prestir í sveitum. Hann varð fyrst og fremst að stunda búskap til þess að sjá sér og sínum farborða; prestslaunin á þeim árum hrukku skammt til þess. Honum gekk búskapurinn ágætlega bæði fyrir austan á Skarði og Fellsmúla og ekki síður í Saurbæ. Hann var búmaður, eins og hann átti kyn til. Forfeður hans í marga liði í móðurætt voru stórmerkir bændur og margir auðugir. Frú Jóhanna hafði og verið afburðadugleg búkona og gat að mestu sinnt um búið, þegar embætt- is annarnar jukust hjá manni hennar og fleiri störf drógu hann frá heimilinu, svo sem hreppsnefndar- og odd- vitastörf, búnaðaxfélagsformennska, kaupfélagsstörf, sátta- nefndarstörf, auk ýmsra almennra menningarmála sveit- ar og héraðs, sem prestar í sveitum taka flestir drjúgan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.