Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 48
46
KIRKJURITIÐ
þátt í. Eftir að hann varð prófastur og reyndar fyr hafði
hann svo mörgu að sinna, þótt heima væri, að hann gat
lítið unnið að búskapnum sjálfur, en ávallt naut heimilið
og búreksturinn umsjár hans, fyrirhyggju og ráðdeildar.
Heimilið var lengst af mannmargt og gestkvæmd mikil,
mikið lagt í kostnað til umbóta á prestssetrinu og
ærin útgjöld til menningar og náms barnanna, en þrátt
fyrir það blómgaðist efnahagurinn svo, að unnt var að búa
í haginn til elliáranna.
Séra Einar eignaðist 8 börn með konu sinni og eru 6
þeirra á lífi: Rósa. gift séra Magnúsi Guðmundssyni i
Ólafsvík, Guðmundur bóndi í Kalastaðakoti í Hvalfirði,
Þóra saumakona, Guðlaug kaupkona, Anna gjaldkeri hjá
Sjóvátryggingarfélagi Islands og Magnús hæstaréttarlög-
maður. Nokkru áður en séra Einar kvongaðist eignaðist
hann son með Elínu Snorradóttur, Helga fyrrum bónda
á Tjörn á Vatnsnesi nú verzlunarmann í Reykjavík. Séra
Einar bjó með 4 börnum sínum í eigin húsi; auk þess
leigði hann þar Helga syni sínum og f jölskyldu hans, svo
að enginn vandalaus var þar búsettur. Anna dóttir hans
sá að mestu um heimilið með föður sínum ásamt roskinni
konu, er lengi hafði hjá þeim verið. Óhætt er að fullyrða
að séra Einar hafi notið á heimili sínu, í sambúð barna
sinna, friðsælla ellidaga. Við stéttarbræður hans áttum
þar marga mjög ánægjulega samfundi og nutum þar
mikillar rausnar, auk þess sem við komum þar sumir
oft endranær og voru móttökur ávallt jafnhlýjar og
skemmtilegar, bæði af hans hendi og barna hans. Við
vorum því ásamt æðimörgum öðrum sjónarvottar að þvi,
hversu heimilið var unaðslegt og sambúðin elskuleg.
Séra Einar var kominn inn í „forgarð eilífðarinnar,“
eins og hann nefnir sjálfur ellina, er ég, sem þetta rita,
kynntist honum að ráði. Ég hafði að vísu oft hitt hann
í svip, nokkrum sinnum á prestafundum, en oftar er ég
var á ferðalagi og staddur hér í Reykjavík. Hann tók
mig alltaf vingjarnlega tali, er hann hitti mig. Ég sá