Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 51
UM KIRKJUAGANN
Erindi flutt á aðalfundi Prestafélagsins 1948.
Hér á eftir verSur reynt að sýna, hvert vald kennimenn
landsins hafa. Með því að taka nokkur dæmi úr kirkju-
sögunni er hægt að benda á, hvaða þróun hafi átt sér
stað í beitingu lyklavaldsins og kirkjuagans. Að vísu mun
ekkert það koma fram, sem ekki hefir kunnugt verið
áður, og niðurstaða sú, sem fengin verður, mun ekki þykja
óvænt.
Kristinréttur Árna biskups, Kristinréttur hinn nýi, hefst
á þessum orðum: Það er upphaf laga vorra Islendinga, sem
uPphaf er allra góðra hluta, að vér skulum hafa og halda
kristilega trú. — Þessi er grunntónninn, sem ómað hefir
í nærri þúsund ár. Þá vönduðu menn betur til lagasetn-
ingar en gert er nú. Þá kunnu menn að setja fram hugsun
sína og vilja í fögru en stuttorðu máli. Nú getum vér ekki
vitnað til jafnháleitra orða í gildandi lögum. Samt er ómur-
inn ekki enn að fullu þagnaður. Dauft hljómar hann enn
í stjórnarskránni frá 1944, 62. og 63. gr.: Hin evangeliska
lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Islandi, og skal rík-
isvaldið að því leyti styðja hana og vernda. — Breyta má
Þessu með lögum. — Landsmenn eiga rétt á að stofna fé-
lög til að þjóna Guði með þeim hætti, sem bezt á við
sannfæringu hvers eins, þó má ekki fremja neitt, sem er
gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.—
Milli kristnitökunnar árið 1000 og setningar stjómar-
skrárinnar 1944 er liðinn langur tími. Margt hefir breytzt.
Enn meira hefir algjörlega horfið. Oft og tíðum söknum
vér þess, sem liðið hefir undir lok. Oss hættir til að fegra
4