Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 52
50 KIRKJURITIÐ hið liðna og gylla. Eitt af því, sem prestarnir oft sakna, er þeir ræða um kirkjuna, er vald hennar til að koma fram sem stofnun, er í senn getur laðað og skipað, og sé skip- uninni ekki hlýtt, þá refsað. Svo getur átt sér stað í öllum félagsskap, að einhver meðlimurinn sé ekki hæfur til að njóta réttinda þeirra, sem félagið veitir honum. Slík var og skoðimin innan kirkjunnar lengi fram eftir öldum, og er jafnvel enn í dag innan sumra kirkjudeilda. Því segir ekki í Matt. 18,15—17: En ef bróðir þinn syndgar á móti þér, þá far og vanda um við hann, að þér og honum einum saman; láti hann sér segjast, þá hefir þú unnið bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast, þá tak að auki með þér einn eða tvo til þess, að hver framburður verði gildur við það, að tveir eða þrír beri. En hlýðnist hann þeim eigi, þá seg það söfnuð- inum. En ef hann einnig óhlýðnast söfnuðinum, þá sé hann þér eins og heiðingi og tollheimtumaður. — Af þessu hafa menn svo viljað ráða, að geri maðurinn enga yfir- bót synda sinna, þá sé hann þar með fallinn á verknað- inum og útilokaður frá söfnuði sínum, sbr. 1. Kor. 5, 11.— 13. — Upprætið hinn vonda úr yðar eigin hóp. 1 1. Kor. 5, 2. ávítar Páll söfnuðinn, að hann skuli líða illræðis- menn innan sinna vébanda. 1 Opb. 2, 14, 15. kemur það fram, að söfnuðurinn í Pergamos breyti rangt með því að umbera Bíleamíta og Nikólaíta. Gal. 6, 1. segir það, að hinir andlegu eigi að leiðrétta misgjörðamanninn með hógværðaranda. Gætir hinnar sömu skoðunar í Dídake, Kenningu hinna tólf postula, 2., 4. og 5. kap. Tít. 3, 10. gerir ráð fyrir áminningum og útilokun. Versin 1. Kor. 5, 3.—5. sýna, að Páll byggir rétt sinn á andlegri gáfu, sem að visu má aðeins beita í viðurvist safnaðarins. En útilokun hins brotlega er meira en einfaldur burtrekstur, heldur jafnvel tortíming holdsins. Eftir þessum leiðum í hinu Nýja testamenti hefir kirkjan myndað það, sem nefnt er meira bann, skilgreint það, sem annars vegar byggt á Guðs orði, en hins vegar á framkvæmd þess manns, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.