Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 53
UM KIRKJUAGANN
51
er andlegur. Andlegur maður er hinn vígði maður, einn
af clerus.
Fá vopn hafa verið skæðari en þetta. Um leið og biskups-
valdið eykst í kristninni ber meira á banninu, og loks er
Það álitið vera svo vandmeðfarið, og er það rétt, að það
megi einungis vera í höndum biskups. Hann er kennari
safnaðarins. Hann stjómar kvöldmáltíðarathöfninni og
getur vísað mönnum frá henni um tíma eða jafnvel að
fullu og öllu með tilvísun til lyklavaldsins, Matt. 16, 18.
Sé biskup hins vegar brotlegur, verður almennur fundur
að bannfæra hann í krafti Heilags anda. Þetta vald bisk-
uPsins þróast og breytist eftir því, sem páfavaldið verður
sterkara, og loks stendur í búllunni Unam Sanctam, sem
Bönifacius 8. gefur út hinn 18. nóv. 1302: Ennfremur
lýsum vér yfir því, segjum og ákveðum, að yfirleitt sé
Það sáluhjálparatriði fyrir sérhverja mannveru að vera
hinum rómverska páfa undirgefin. — Kirkjan er þá allt
1 öllu og þolir ekki, að nokkur brjóti á móti henni. Sá,
sem það gerir, sá sem óhlýðnast páfa, boðum hans eða
fulltrúa hans, biskupanna, er fallinn í bann, útilokaður frá
samfélagi heilagra.
Auðvitað kom til þess hér á landi, að menn settu sig
UPP á móti boðum kirkjunnar og biskupsins. Islendingai-
hafa löngum þótt sjálfstæðir nokkuð og óstýrilátir. Dæmi
væri hægt að nefna mörg. En hér verða aðeins tekin tvö
Ur kaþólskum sið, sem sýna að nokkru leyti, hvernig að
var farið að setja menn í bann skvt. hinum kanóníska
rétti og fyrir hvaða sakir.
Annað dæmið er frá 20. desember 1474, bannsetningar-
bréf Jóns officialis Broddasonar yfir Solveigu Þorleifs-
dóttur:
Það gjörir ég, Jón prestur Broddason, officialis generalis
vicarius Hólabiskupsdæmis, góðum mönnum viturlegt með
hessu mínu bréfi, að sakir þess, að þú, Solveig Þorleifs-
dóttir, hefir nú lengi verið í óhlýðni og þrjózku við Guð,
Heilaga kirkju og mig.