Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 55

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 55
UM KIRKJUAGANN 53 Uia hennar sacramentis og af öllu samneyti kristinna ^ianna, fyrirbjóðum vér hverjum presti að syngja eður lesa yfir þér, Solveig Þorleifsdóttir, eður þér nokkura Guðs þjónustu að veita þar til, sem þú gengur til hlýðni við Guð, Heilaga kirkju og mig. Og til sanninda hér um læt ég, officialatus, innsigli fyrir þetta bréf. Skrifað í Geldingaholti í Skagafirði. In vigilis Thome apostoli. Anno Domini MCDLXX quarto. — Séra Jón Broddason gat sem officialis gefið út þetta ^réf, en ekki sem prestur. Tildrög þessa máls voru þau, að Ólafur biskup Rögnvaldsson hafði tekið staðinn af séra Sigmundi Steinþórssyni, föður Jón Sigmundssonar lög- rnanns, en fengið hann í hendur séra Jóni. Að vísu hafði það verið gert með nokkrum rétti, en lengi eimdi eftir af þessum málarekstri svo sem kunnugt er. Hitt dæmið, sem tilfært verður, er frá 2. janúar 1549, bannfæringarbréf Jóns biskups Arasonar yfir Daða i Snóksdal: Vér Jón, með Guðs Náð biskup að Hólum, Administrator Skálholts biskupsdæmis í biskuplegu valdi, gjörum öllum ^iönnum kunnugt, að fyrir þær sjö sakir, sem Daði Guð- ftiundsson hefur gjört og fellt á sig bann fyrir sérhverja þessa sök. 1 fyrstu grein, að hann var flokksforingi með stjórn °g styrking með þeim hermannaflokki, sem stóð með vopnum og verjum i kirkjugarðinum í Skálholti í almenni- legri prestastefnu og hindraði mig svo, að ég mátti ekki inn ganga í kirkjuna að gjöra þar biskuplegt embætti sem ég tilbauð mig, og ég var tilskyldur að lögum. í annari gerin, að Daði Guðmundsson hefur innsett sig í Heilagrar kirkju vald og prófastdæmi í móti lögum. 1 þriðju grein, að hann sundurreif mitt innsiglað boð- unarbrét í kirkjugarðinum í Hvammi og sleit það úr höndum vors prests Ólafs Semingssonar. 1 fjórðu grein, að Daði Guðmundsson hefur gjört hjú- skaparband með Guðrúnu Einarsdóttur og verið ásamt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.