Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 56

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 56
54 KTRKJURITIÐ við hana með líkamlegri barneign um 12 ár eða lengur að sér vitandi meinum og mægðaspellum þeirra á millum. 1 fimmtu grein, að Daði Guðmundsson hefur verið í frillulífi og barneignum með Ingveldi Árnadóttur. En þau Daði og Ingveldur eru öðrum og þriðja að frændsemi. Hefur hann lofað við að skilja fyrr sagða synd. En þar um hefur hann orðið heitrofa og skriftrofa við biskup og kirkjunnar valdsmenn. Hefur hann í þessari óhlýðni verið ásamt með sagðri konu meir en 10 ár. 1 sjöttu grein, að hann hefur undir sig dregið Skálholts kirkju fasta eign, 2 hundruð hundraða eður meir, og haldið þeim eignum mörg ár í móti lögum. I sjöundu grein, að Daði Guðmundsson hefur undir sig dregið í móti lögum meir en tvö hundruð hundraða, er Skálholtskirkju og öðrum kirkjum þar í biskupsdæminu hefur til heyrt. Hefur hann haldið og enn nú heldur hann þessum peningum í engu leyfi löglegra kirknanna for- manna. 1 áttundu grein, að Daði Guðmundsson hefur tekið frá mér mína og Hóla Dómkirkju jörð, er Skarfstaðir heita, og þar með átta kúgildi eður fleiri. Heldur hann og hefur haldið greindri jörðu og peningum í 10 ár og nokkuð lengur í engu voru frelsi eður vorra umboðsmanna. Eru þessar allar sakir opinberaðar og sannprófaðar og af 12 prestum dæmdar upp á Daða Guðmundsson, og því höfum vér eftir kirkjunnar lögum forboðað Daða Guð- mundsson, gjört honum þrjár áminningar að leiðréttast og svo höfum vér látið lesa á hans lögheimili þann dóm og for- boðsbréf, sem gjört var undir vorum innsiglum um sagðar sakir. En þau bréf hafa h$ns heimamenn sundurrifið, þar með dregið og hrakið vora kennimenn og hindrað þá að lesa áðursögð bréf. Og því að Heilags Anda náð tilkallaðri höf- um vér með vorum 12 prestum bannsungið Daða Guð- mundsson 'með þeim sálmasöng að Guðslögum og heilagra feðra setningi, sem þar eru til skipaðir, með því öðru embætti og atkvæðisorðum, sem þar til heyra og allir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.