Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 58

Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 58
56 KIRKJURITIÐ átti að líða mátulega langur tími á milli þeirra og bann- færingarinnar sjálfrar, til þess að þeim synduga gæfist tækifæri til að snúast og taka sinnaskiptum, þótt hann hins vegar í sumum tilfellum félli í bann af sjálfum verkn- aðinum. Kenningin um hið meira bann, excommunicatio major, var því einn hornsteinninn undir valdi rómversk-kaþólskr- ar kirkju. Sá maður, sem gat ekki samþýðzt kirkjunni, eða lotið valdi hennar, varð að vera utan hennar. Kirkjan gat ekki náð til hans með sinni blessun. Kenning siðbótarmanna var á annan veg. Hið meira bann er óbeinlínis afnumið, sbr. 28. gr. Ágsborgarjátningarinnar: Því að páfarnir, í trausti til lyklavaldsins, hafa ekki aðeins fyrirskipað nýja guðsþjónustusiði og ofþyngt samvizkum manna, með því að geyma sjálfum sér úrskurð ýmissa mála, og með ofríkislegum bannfæringum, heldur hafa einnig reynt til að hrifsa sér vald yfir ríkjum heimsins og svipta keisara konunglegu valdi þeirra.-------Þessa valds (þ. e. lyklavaldsins) verður neytt einungis með því að kenna og prédika orðið og úthluta sakramentunum, annað hvort mörgum eða einstökum, samkvæmt köllun- inni. — Kirkjuaginn átti að beinast að því, að ala mennina upp siðferðilega og trúarlega, en innan veggja kirkjunnar. Hið minna bann, útilokun frá neyzlu kvöldmáltíðarinnar, varð því sú mesta refsing, sem kirkjan gat lagt á mann- inn, og aðeins vegna mikilla opinberra synda. Sem sé, sálusorgun var réttarundirstaða kirkjunnar og byggðist á Orði Guðs. Því var þetta refsivald lagt í hendur sóknar- prestinum. Biskupsvaldið varð og er ytra framkvæmdar og eftirlitsvald, sem ekki er tengt við sálusorgun. Biskupinn hefir ekki á hendi prestsembætti og því ekki vald til að beita aga í sálusorgunarskyni innan ákveðins safnaðar. Hitt verður einnig að taka fram, að presturinn öðlist ekki character indelebilis í vígslu sinni. Að skoðun Luthers er presturinn aðeins embættismaður safnaðarins, sem vinnur sín verk í umboði hans að köllun Guðs, til þess að kirkju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.