Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 60

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 60
58 KIRKJURITIÐ hér um þetta leyti, sem um er að ræða, þótt það komi hins vegar berlega fram í samtíðarritum, t. d. í minnis- greinum séra Þorsteins á Staðarbakka, bls. 300, að ofan- greindum ákvæðum eigi hér að beita. Jóni biskupi Ámasyni var legið á hálsi af sumum fyrir þetta verk. Ritaði hann því vamarbréf eitt til að verja gerðir sínar og rekur þar sögu bannfæringarinnar og ræðir réttarheimildir þær, sem hann hafði farið eftir. Rit þetta mun nú vera týnt. Finnur biskup óskar þess í Kirkjusögu sinni, að þessi hegning verði afnumin, en í staðinn komi húðlátsrefsing, útlegð eða fangelsi upp á vatn og brauð o. s. frv. Enda segir séra Þorsteinn í minnisgreinum sínum eða æfisögu, að Finnur vilji bannið í útlegð. Hefur sú afstaða hans líklega komið því til leiðar, að bannfæringin er formlega afnumin úr lögum hér á landi með konungs- bréfi 26. júní 1782. Er þetta að sínu leyti merkilegt, þegar þess er gætt, að í norskum kirkjulögum og dönskum stend- ur hún enn, þótt seinni tíma boð, tilskipanir og lög geri ráð fyrir, að hún sé ekki til. Bannfæring Fræða-Gísla náði ekki tilgangi sínum. Hon- um var stefnt fyrir prestastefnu á Alþingi bæði 1730 og 1731, en hann mætti ekki. Segir svo í sögu Jóns Árnasonar: En Gísli framfór ennú í sinni forherðingu, guðsorða og sakramentanna forakti, og var þetta eigi lítil hugraun fyrir biskupinn, mag. Jón Árnason, einkanlega þar honum var af vissum mönnum á hálsi legið fyrir þessa bannfæringu, — eins og áður var sagt. En konungur, Kristján 6., summus episcopus, lét ekki mál þetta afskiptalaust, því hinn 21. marz 1732 sendir hann Jóni Árnasyni bréf um kirkjuaga harðsvíraðra syndara, sem er svar við bréfi biskups 28. sept. 1731. Úrskurðar konungur þar, að skipist Fræða- Gísli ekki við, þá verði honum vísað úr landi skvt. Norsku lögum 2—9—15. Sú útvísun byggist á því, að konungur muni ekki líða aðra trú en þá lútersk-evangelisku í sínum löndum. Brá Gísla þá svo, að hann gekk til hlýðni og var

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.