Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 61

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 61
UM KTRKJUAGANN 59 leystur síðan í Þingvallakirkju, í návist alþingismanna 9. sd- e. tr. 1732. Um líkt leyti var uppi annar maður, Filippus Jónsson, sem ætlaði að feta í fótspor Fræða-Gísla, en konungur bauð þá, að hann skyldi fara á Brimarhólm, og snerist honum þá hugur. Nú standa því sakir svo, að hinni meiri bannfæringu er ekki hægt að beita á landi hér skvt. lögum. Þetta er líklega eina dæmið, sem til er í kirkjusögu vorri, Um excommunicatio major, anathema, í lúterskum sið. Samt sést af Alþingisbókunum, að kennimenn hafa haft há staðreynd ríka í huga, að möguleiki væri til að beita Því, en erfitt er nema eftir mikillli og nákvæmri rannsókn að ákveða, hvort orðin að bannfæra og bannfæring eigi VJÖ anathema, hið meira bann, eða þá við excommunicatio mmor, útafsetningu sakramentisins. En hins vegar kemur það berlega í Ijós, að enginn falli í bann af sjálfum verkn- aðinum eins og fyrir kom í kaþólskum sið. Því séra Einar Gvendsson á Reykhólum hafði bannfært sóknarmenn sína eftir hinni gömlu kaþólsku skoðun fyrir mótþróa við sig, en var kærður og dreginn fyrir synódus. Lyktaði svo málum hans, að hann var sviftur hempunni 1635. Þessi skilningur, að varlega yrði að beita bannfæringunni, hvort heldur hinni meiri eða minni, kemur glögglega fram í Kýrauga- staðasamþykkt Odds biskups, 19. maí 1592, þar sem segir: Að því kristilega bemni sé framfylgt héðan af við alla harðsvíraða og iðrunarlausa, þó svo, að bannið sé ekki á lagt utan með ráði prófastsins og annara prestanna. Nú er því ekki lengur hægt að setja menn út af kirkj- unni, og er það að sumu leyti gott, því kirkjuaginn er andlegt vopn, sem beita verður með miskunn og nærgætni. Nú stendur aðeins eftir excommunicatio minor, útafsetn- ing sakramentisins. En ólíklegt þykir mér, að þeirri refs- ingu hafi verið beitt hér nýlega. Enda má gera ráð fyrir, að flestir prestar, ef ekki allir, hverrar skoðunar, sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.