Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 62
60 KIRKJURITIÐ þeir kunna að vera í einstöku atriðum, fari varlega í að taka sér úrskurðarvald, þar sem Guð dæmir sjálfur. 1 11. kap. í Kristinrétti Árna biskups segir svo, sbr. bannfæringarbréf Solveigar hér á undan: Hvern kristin mann, sem deyr, skal jarða í kirkjugarði vígðum, enn eigi í kirkju, nema biskups lof sé til. Ódáðamenn skal eigi i kirkjugarði grafa, sem eru drottinssvikarar, morðvargar, tryggðrofar, griðníðingar, þjófar dæmdir, flugumenn og opinberir árásarmenn, bannsettir menn og þeir, sem hend- ur leggja á sig og týna með því sjálfum sér, nema voðaverk verði, svo og þeir, sem telja eður fremja rangan átrúnað fyrir mönnum, svo og opinberir okurkarlar, og þeir menn eður börn, sem eigi ná skírn fyrir dauða. En þessa menn skal grafa utan kirkjugarðs og eigi nær enn í örskots- helgi við túngarð, svo að þar sé hvorki akur né eng, og eigi falli þaðan vötn til bólstaða, og syngja öngvan líksöng yfir. En nokkrir af þeim, sem nú voru upp taldir, utan þjófa dæmda, morðvarga og óskírða menn, mega koma í kirkjugarð, ef þeir fá lausn fyrir dauðann. — Verði nokkur af þeim, sem nú voru skildir, grafnir í kirkjugarð fyrr en þeir hafa leiðrétt sig og eru sáttir við biskup, þá skal hver, sem það lík flytur eður niðurgrefur í kirkju- garði, gjalda biskupi þrjá aura, og grafa upp og kasta úr kirkjugarði, ef skilja má bein þeirra frá annara kristinna manna beinum. — Ströng þykja ákvæði þessi nú á tímum, þegar allir, hvort sem þeir eru kristnir eða ekki, sakamenn eða ekki, eiga leg i vígðum reit skvt. lögum. En þessum fornu ákvæðum var stranglega framfylgt og standa þau að nokkru leyti óbreytt í gildi fram á nítjándu öld. Frá hendi Guðbrands biskups Þorlákssonar höfum vér bréf eitt, sem snertir þetta. Er það á þessa leið: (Til Guðmundar Skíðasonar, prests á Bægisá, 1577). Næst kærlegri þakkargjörð fyrir alla meðkenning, þá vitið, að ég fékk yðvart bréf um kirkjugröft á Neðstalandi, þess sem sig sjálfur hengdi. Undrar mig, að þér skylduð slíkt til bragðs taka, eður ekki eftir spyrja. Kennir þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.