Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 64

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 64
62 KERKJURITIÐ yfirsöngvum, gæti sú spurning vaknað, hvenær sú breyt- ing hafi orðið. Það var árið 1869, er ný hegningarlög voru sett, er numu úr gildi f jölmargt úr dönsku lögum Kristjáns 5. 1683, meðal annars þær greinar, sem tilgreindar eru í bréfi landshöfðingjans, 2. febr. 1881, til amtmannsins í Suður og Vesturamtinu um greftran sjálfsbana. Er bréfið á þessa leið: 1 bréfi frá 5. okt. f. á. hafið þér, herra amtmaður, skýrt mér frá, að sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hafi að áskildu samþykki amtsins leyft að jarða í kirkju- garði og með venjul. helgisiðum lík af manni nokkr- um, er hafði fyrirfarið sér með því að drekkja sér í ánni Hvítá á síðastliðnum vetri, en að sýslumaðurinn hafi þó verið í nokkrum vafa um, hvort slíkur úrskurður af hálfu yfirvaldsins væri nauðsynlegur, og því óskað leiðbeiningar í þessu tilliti. Fyrir því vil ég tjá yður, herra amtmaður, til þóknan- legrar leiðbeiningar og birtingar fyrir hlutaðeigandi sýslu- manni, að ég er yður samdóma um, að hinar eldri ákvarð- anir um greptrun þeirra manna, er bana sjálfum sér, séu fallnar úr gildi með 310. gr. hegn.lag., er nemur úr lögum 2—10—4 danskra laga Kr. V., að því, er snertir þá, sem fyrirfara sjálfum sér, og 6—6—21 sömu laga, og þurfa prestar því eftirleiðis ekki að leita yfirvaldsleyfis til að syngja yfir og kasta mold á lík sjálfsbana. Aftur á móti er það vitaskuld, að prestar mega ekki án leyfis yfirvalda jarða neinn mann, sem grunur getur verið um, að hafi beðið bana af völdum annara, og að þeir því, þegar spum- ing verður að jarða mann, sem misst hefur lífið á sviplegan eða vofeiflegan hátt, verða að sjá um, að slík rannsókn, og getur í 33. gr. rggj. fyrir hreppstjóra frá 20. apríl 1880, fari fram, fyr en jarðað er, og ber sýslum. að hafa eftir- lit með, að þessu verði gegnt. — Hér á undan hafa aðeins verið tekin tvö dæmi kirkju- agans til athugunar. Sýnt hefir verið, hvernig þau breytast smám saman og verða að engu. Því gæti spurning vaknað

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.