Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 69
TRÚÐUR VORRAR FRÚAR
67
ræða. Þá sá hann á veginum munk, sem fór sömu leið
°g hann, og heilsaði honum kurteislega. Þeir urðu sam-
ferða og fóru að tala saman.
—Félagi, sagði munkurinn, af hverju ertu grænklædd-
ur? Þú munt ætla að leika fíflið í einhverjum helgileik?
— Nei, engan veginn, virðulegi faðir, svaraði Barnabas.
Ég heiti Barnabas, og að stétt og stöðu er ég trúður.
^að væri ágætasta stétt í heimi, ef maður fengi að borða
á hverjum degi.
—Góði Barnabas, sagði munkurinn, gætið að, hvað
Þár segið. Það er ekki til í heiminum nein ágætari stétt
en að vera munkur. Við lofum og prísum Guð, Maríu mey
°g helga menn, og líf munksins er stöðug lofgjörð um
Grottin vorn.
Barnabas svaraði:
— Virðulegi faðir, ég játa, að ég hefi talað eins og fávís
maður. Það er ekki hægt að bera saman mína stétt og
yðar; og þó að nokkrir verðleikar séu í því að geta dansað
^ueð staf á nefbroddinum og pening á stafsendanum, án
bess þeir fari úr jafnvægi, þá er það smátt hjá verðleikum
ykkar. Ósköp vildi ég, faðir, mega syngja tíðir á hverjum
áegi eins og þið, einkanlega þó tíðir heilagrar Maríu, sem
ág hefi heitið sérstakri dýrkun. Ef ég gæti orðið munkur,
mundi ég fúslega snúa baki við list minni, sem ég hef
hlotið frægð af allt frá Soisson til Beauvais, í meir en
sex hundruð borgum og þorpum.
Munkurinn var snortinn af einfeldni leikarans; hann
skorti ekki dómgreind og hann skildi, að Barnabas var
einn þeirra manna, sem hafa góðan vilja og Drottinn vor
sagði um: „Friður sé með þeim á jörðunni.“ Þess vegna
svaraði hann:
•— Barnabas minn góður, komið með mér, ég skal taka
yður í klaustrið mitt, því að ég er ábótinn. Sá sem leiddi
Maríu hina egypzku út í eyðimörkina, hefir látið okkur
hittast til að leiða yður á veg hjálpræðisins.
Á þennan hátt varð Barnabas munkur. 1 klaustrinu