Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 70
68
KIRKJURITIÐ
kepptust munkamir við að dýrka hina blessuðu mey, og
hver þeirra neytti til þjónustu við hana allrar þeirrar
vizku og íþróttar, sem Guð hafði gefið þeim.
Ábótinn setti saman bækur, sem fjölluðu um dyggðir
Guðs móður samkvæmt reglum skólaspekinnar.
Bróðir Mauritius skrifaði þessar ritgerðir af mikilli
list á bókfellsblöð.
Bróðir Alexander lýsti bókina með fögrum smámyndum.
Þar gat að líta himnadrottninguna sitjandi í hásæti Saló-
mons; við fætur hennar voru fjögur ljón og héldu vörð;
umhverfis höfuð hennar með geislabauginn flögruðu sjö
dúfur, en þær táknuðu sjö gjafir heilags anda, guðsóttann,
guðræknina, fróðleikinn, styrkinn, ráðsvinnuna, skilning-
inn og spektina. Með henni voru sex meyjar gullinhærðar:
Auðmýktin, Hyggnin, Einveran, Virðingin, Meydómurinn
og Hlýðnin.
Við fætur hennar voru tvær vemr, naktar og alveg
mjallahvítar; þær voru sýnilega að biðja sér líknar. Þær
táknuðu sálirnar, sem beiddust hins máttuga árnaðarorðs
hennar, og vissulega varð sú bæn ekki til einskis.
Bróðir Alexander sýndi á annarri blaðsíðu Evu and-
spænis Maríu, svo að menn sæju í einu syndafallið og
endurlausnina, hina auðmýktu konu og hina upphöfnu
mey. 1 þessari bók voru líka forkunnar fagrar myndir af
brunni hins eilífa vatns, lindinni, liljunni, tunglinu, sól-
inni og lokaða garðinum, sem talað er um í lofkvæðinu,
hliði himinsins og borg Guðs, en þetta eru allt tákn
meyjarinnar.
Bróðir Marbodus var sömuleiðis einn hinna ástfólgnu
barna Maríu.
Hann var stöðugt að höggva líkneski úr steini, svo að
skeggið á honum, augabrúnimar og hárið var allt hvítt
af ryki, og augun í honum voru sífellt þrútin og vot, en
hann var fullur af krafti og gleði, svo gamall sem hann
var, og það var sýnt, að drottning paradísar hélt verndar-
hendi yfir elli þessa barns síns. Marbodus gerði mynd af