Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 71

Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 71
69 TRÚÐUR VORRAR FRÚAR henni sitjandi á háum stóli, og umhverfis höfuð hennar Var perlubaugur. Hann gætti að því, að fellingar klæðanna hyldu fætur hennar, sem spámaðurinn mælti um: „Unn- usta mín er eins og lokaður garður.“ Stundum hafði hann hana með andlit bams, sem er fullt náðar, og hún virtist segja: „Drottinn, þú ert minn Guð!“ f klaustrinu vom líka skáld, sem settu saman á latínu 1 bundnu máli og óbundnu lofgerð um hina blessuðu mey Maríu, og þar var meira að segja maður frá Picardie, sem orti á máli alþýðunnar rímuð ljóð um jarteiknir vorrar frúar. III. Þegar Barnabas sá þvílíka lofgerð og slíka uppskem góðra verka, þá harmaði hann sáran fáfræði sína og heimsku. — Æ, andvarpaði hann; hann gekk einn í litla, skugga- sæla klausturgarðinum. Mikill ólánsmaður get ég verið, ég get ekki lofað á verðugan hátt heilaga móður Drottins, eins og bræður mínir, hana, sem ég hefi gefið hjarta mitt. Æ, ég er ólærður og kann enga list, og hvorki hefi ég til þjónustu við þig, helga mær, uppbyggilegar prédikanir, né ritgerðir með vísindalegri niðurskipun, né fögur mál- verk, né líkneski gerð með nákvæmni, og ekki heldur kvæði með réttum hendingum og í stuðla skorðum. Ég hefi ekkert, ekkert! Svona kveinaði hann og sökkti sér ofan í þunglyndi. Eitt kvöld sátu klausturbúamir og spjölluðu saman sér til gamans, og þá heyrði hann einn þeirra segja söguna af munki nokkrum, sem ekki kunni skapaðan hlut að fara með nema Ave María. Allir fyrirlitu hann fyrir fá- fræðina, en þegar hann dó, spruttu upp úr munni honum fimm rósir til heiðurs stöfunum fimm í nafni Maríu. Helgi hans varð þannig lýðum ljós.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.