Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 73

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 73
TRÚÐUR VORRAR FRÚAR 71 °g þerraði með skauti möttuls síns sveitann af enni trúð- leikcirans. Þá féll ábótinn fram á gólfhellurnar og mælti þessi orð: -— Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá! -— Amen, svöruðu öldungarnir og lutu höfðum. F.inar Ól. Sveinsson þýddi. Akureyri. ^yrir löngu leit ég hérna lítinn bæ á strönd, aftur kom ég svo í sumar, sólin gyllti lönd, til að sjá með eigin augum óraveg ég fór, hvað þú værir, Akureyri, orðin rík og stór. Valdi stað með víðsýn fríða, Vaðlaheiðarbrún, horfði á þína höfn og skóga, hús og grænu tún. Höfuðborg hins bjarta norðurs, byggðir tengjast þér. Borgin syðra er þér eigi *ðri í huga mér. Ekki er-von, að óskabörnin yfirgefi þig. Ef þú hefðir, unga borgin, átt og fóstrað mig, held ég ei, ég hlypi frá þér, hrós mitt værir þú, alla daga yndi hjá þér, aldrei flytti bú. Um þig bjartur Ijómi leikur, lífgar bæ og fjörð. Einhver, sem er orðinn smeykur um hið fagra á jörð, ætti að koma, ætti að sjá þig einhvern sólskinsdag, svo hann geti eins og áður unað sínum hag. Þú ert fögur, Akureyri, Eyjafjarðar bær. Aðrir bæir eru meiri, enginn samt þér nær. Þú ert veitul vinum glöðum, vinnur huga manns, framar öllum öðrum stöðum yndi þessa lands. Sigurður Norland.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.