Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 77

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 77
STÝR MINNI TUNGU 75 ekkert hlutverk hafa annað en að búa til áróðursfregnir til útsendingar um heiminn, ýmist alveg uppspunnar eða sannleikanum er vikið svo við, að hann er óþekkjanlegur. Og úr persónulegu lífi voru þekkjum vér það, að daglega heyrum vér hitt og þetta, sem enginn fótur er fyrir, sem ymist er framleiðsla lygahneigðar ósannsögulla manna, nrisskilið þvaður ábyrgðarlauss fólks, eða blátt áfram sett a' stað í ákveðnum, illum tilgangi. Og sjálfsagt erum vér flest eða öll eitthvað sek í þessu efni sjálf, að minnsta k°sti um það, að mæla fleira en þörf krefur. Þegar vér höfum nú þetta í huga, er þá ekki vert að Jita betur á orð Jesú: Sérhvert ónytjuorð, það er menn- irnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka; því að af orðum þínum muntu verða réttlættur, °g af orðum þínum muntu verða sakfelldur. Mun oss ekki fara fleirum eins og prestinum, sem ekki skildi abyrgðina, sem hann skapaði sér með tungu sinni, fyrr en hann sá eins dags tal sitt uppskrifað? Hugsum strax til þess, hvernig oss bregður við, þegar vér sjáum eða heyrum allt tal heillar ævi, þar sem ekkert er gleymt og ekkert rangfært, þar sem ekkert er einskisvert, heldur annaðhvort réttlætir eða sakfellir, þar sem vér hljótum að uppskera eins og vér höfum sáð. Gef oss, drottinn, að læra að gæta tungu vorrar. Skapa i oss hreint hjarta og helga hugarfar vort allt, svo að serhvert orð vort sé vottur varúðar og kærleika hið innra með oss. Stýr minni tungu að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal agg né spott í orðum mínum finnast. Friðrik J. Rafnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.