Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 78

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 78
Kristsmyndin í jólaheftinu. I jólahefti Kirkjuritsins 1947 var birt hin undurfagra Krists- mynd Bertu Valerius, og í orðum, sem myndinni fylgja, segir ungfrú Ingibjörg Ólafsdttóir réttilega, að myndin sé mikið þekkt, „sérstaklega síðan spíritistar tileinkuðu sér hana.“ Ég þykist vita, að ýmsa lesendur muni fýsa að vita einhver frekari deili á þessu máli, en saga Kristsmyndarinnar er í fám orðum þessi: Ungfrú Berta Valerius átti heima í Stokkhólmi, og í einka- kapellu þar í borginni hefir myndin verið geymd. Ungfrú Vale- rius lærði hvorki að teikna né mála, og aðra mynd gerði hún ekki um dagana. Það var árið 1856, að einhver dularrödd sagði Bertu Valerius, að hún ætti að fá sér tæki til að mála, því að henni væri ætlað að gera mynd af frelsaranum. Henni brá við þessa óvæntu skipun, og þótti henni þetta í byrjun slík fjarstæða, að hún leiddi málið alveg hjá sér. En dularröddin gáfst ekki upp. Hvað eftir annað talaði hún til ungfrú Valeríus, hvatti hana til að hefjast handa og kvaðst vera óánægð með myndimar af hinum blóðuga, deyjandi Kristi. Hún sagðist mundu stjórna hendi hennar til að gera nýja Kristsmynd, mynd af hinum lif- andi friðarhöfðingja. Hann væri enn hinn lifandi leiðtogi mann- anna, og þannig ættu þeir fremur að minnast hans, en sem hins deyjandi, þjáða harmkvælamanns. Og hin dularfulla rödd talaði til hennar eitthvað á þessa leið: Það er ætlunarverk þitt að mála þessa mynd, og þegar því er lokið, skaltu fá að hverfa hljóðlega af jöröunni. Nú var svo komið, að Bertu Valerius þótti sér ekki undan- komu auðið, hún yrði að leggja út í þetta furðulega fyrirtæki. Hún kunni ekkert í málaralist, og herini datt ekki í hug að fara að afla sér fræðslu um hana. En hún gerði það, sem henni var sagt, hún náði sér í tæki til að mála, og þegar hún hóf verkið, fann hún, að hendi hennar var stjórnað og að hún var á valdi einhvers annars afls, se mtil verksins kunni. Stundum liðú langir tímar svo, að hún snerti ekki á myndinni, en svo komu þau augnablik, að hún þóttist kenna hinnar dularfullu nálægðar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.