Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 81
KTRKJURITIÐ
79
Bœkur.
Á fundi Prestafélags Vestfjarða síðastl. haust var þess ósk-
a®> að í Kirkjuritinu yrði getið merkra guðfræðirita prestum
til leiðbeiningar, er þeir keyptu sér bækur. Mun hér eftir orð-
við þeirri ósk með þeim hætti, að í hverju hefti verður getið
a- m- k. eins merkilegs guðfræðirits.
The Mission and Message of Jesus. Eftir H. D. A.
Major, T. W. Manson og C. J. Wright. London 1937.
Þetta er mikið rit, 956 bls. í 4to, og mjög efnisríkt.
f’að er í þremur aðalþáttum:
I. Æviatriði Jesú.
n. Orð Jesú.
m. Jesús opinberun Guðs.
Guðspjöllin fjögur eru rannsökuð og skýrð af miklum lær-
dómi og sannleiksást, og bregður þannig skýru ljósi yfir þessa
höfuðþætti. öll efnismeðferð er mjög aðlaðandi, vísindaleg og
hispurslaus, og víða skáldleg tilþrif. Niðurstöður eru jákvæðar
| beztu merkingu þess orðs. Bókin verður prestum ekki aðeins
'nngangsfræði og ágæt skýring yfir guðspjöllin í heild, heldur
mun hún einnig geta komið þeim að góðu gagni við samning
Prédikana. T. d. um það má nefna kaflann um upprisu Krists
(bls. 211—218).
Verði bókarinnar er mjög í hóf stillt.
*
Orð Jesú Krists öll þau, er Nýja testamentið geymir.
Síra Þorvaldur Jakobsson bjó undir prentun. Leiftur
1948.
Þetta er fallega útgefin bók, í vönduðu skinnbandi. Hefir
séra Þorvaldur unnið verk sitt af mikilli nákvæmni og alúð,
°g er það honum til sóma. Hann lætur sér ekki aðeins nægja
að safna saman orðum Jesú, heldur hefir hann einnig um þau
sögulega umgerð. Hann fylgir nýju þýðingunni, en velur sjálf-
ur fyrirsagnir. Bókin er mjög aðgengileg lestrar, og er þess
að vænta, að margir vilji eignast hana og lesa sér til sálu-
bótar. Útgefandi á einnig þakkir skilið fyrir að hafa gefið út
þessa bók og gjört hana svo prýðilega úr garði.