Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 12
170 KIRKJURITIÐ gefur tilefni til að líta inn til læknisins, ekki sízt, ef hann er aðlaðandi og vingjarnlegur maður. Hann gefur ein- hver meðöl, sem hann heldur að geri sjúklingnum gott. Aðalatriðið var þó alls ekki þessi líkamskvilli eða töfl- umar, sem fást í lyfjabúðinni, heldur hitt, að hugurinn fékk stundarfró. — Ég segi þetta ekki til að henda gam- an að því, þvert á móti. Ég held, að í þessu felist einnig bending til vor prestanna um vissa hlið á voru starfi, og til frekari skýringar tel ég rétt að segja frá einu dæmi frá eigin reynslu minni, enda þótt ég hafi hugsað mér, af eðlilegum ástæðum, að vera spar á þekkjanleg dæmi. Einu sinni var ég sóttur til konu, sem þjáðist af óbæri- legu þunglyndi. Hún beið eftir rúmi á sjúkrahúsi. Orsök þess, að ég var sóttur, var sú, að ég hafði unnið prests- verk fyrir fólk hennar og var því lítils háttar kunnugur eftir það, en aðal-ástæðan mun þó sennilega hafa verið sú, að eitt af sjúkdómseinkennunum var svæsin og ofsa- leg syndatilfinning og öfgafullar sjálfsásakanir. Þarna var ekkert hægt að rökræða, enda tel ég mjög vafasamt fyrir prestinn að byrja með því að bæla niður syndatilfinningu, enda þótt hún komi fram á sjúklegan hátt. Auk þess vissi ég, að þarna var að brjótast út þunglyndi, sem gat tæp- lega batnað nema með langri sjúkrahúsdvöl, hvernig sem að var farið. Ég fékk sjúklinginn til að leggjast út af og hvílast. Ég sat við rúmstokkinn og bað, stundum í hljóði og stundum upphátt. Geðveikralæknar hafa tjáð mér, að það geti oft aukið á óróa geðveiks fólks, að taka þátt í guðsþjónustu með mörgum, en allt öðru máli sé að gegna, ef beðið sé með því einrúmi. Þetta gerði ég þarna. Síðan talaði ég við sjúklinginn stundarkorn, eins stillt og rólega eins og ég gat, og þráðurinn í því, sem ég sagði, var þetta: Þú veizt, að góður Guð hefir sent heiminum frelsarann Jesúm Krist, til þess að veita syndugum og vondum mönn- um fyrirgefningu sína. Kristur sendi þjóna sína, postula og presta, sem mann fram af manni hafa flutt skilaboðin frá Drottni sjálfum. Og nú er ég prestur, kominn til þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.