Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 33
UM SÁLGÆZLU 191 Svo mikið er í húfi, svo mikil er ábyrgðin, svo dýrmæt er sú stund, er sál leitar skilnings og samúðar annarar sálar, að vel getur oltið á velferð heillar æfi manns. Það leiðir því af sjálfu sér, að sálgæzla unnin af samvizku- semi hins trúa þjóns er tímafrek, sem krefst rækilegrar íhugunar og mannþekkingar, og má þá presturinn heldur ekki vera hroðvirkur. Hann verður að fórna löngum tíma, ekki í eitt einasta skipti, en reyna að stemma þannig á að ósi, að það leiði eins og af sjálfu sér, að maðurinn komi aftur, já aftur og aftur, af því að hann finnur, að til einhvers sé að vinna. Á slíkum augnablikum verður skriftabarnið að finna samúð og skilning, á þann hátt, að Það sé fullkomlega metið sem maður. Við það vex honum kjarkur og einurð til að lifa lífinu. Við það fær hann ennfremur traust á prestinum og finnur, að á honum má byggja, að það sé eitthvert hald í honum, sem virkilegt °g raunhæft gildi fyrir hina leitandi sál. Hinar leyndustu hugsanir losna úr læðingi og fá heilnæma útrás, því að Þeir, sem koma til prestsins síns til að leita ráða, gera það af innri þörf. Þeir eiga sinn eiginn skinheim, sína eigin sögu, er lýsir margháttaðri reynslu í gleði og þungum raunum. Það er venjulega löng saga, sem ekki liggur svo ljóst fyrir í upphafi, þegar fara á að segja frá henni, en hún kemur fram, í fyrstu e.t.v. slitrótt og ósamstæð og nieð tímanum í fullri heild. En á meðan verður presturinn Umfram allt að vera góður hlustari. Það verður skrifta- barnið að finna vel, því að athygli þess er þar vel á verði og í byrjun jafnvel full af tortryggni. Það er a. m. k. mjög næmt fyrir öllum áhrifum frá prestsins hálfu, bæði þeim sem laða og hinum, sem hrinda frá, og þeim ekki sízt. Og í þessum efnum gildir lögmálið, að hægara er að rífa niður en byggja upp. Það er þá einnig nauð- synlegt, að ekki sé gripið fram í með ónauðsynlegum at- hugasemdum eða dómum. Heldur ekki, að presturinn fari að telja upp hliðstæð eða gagnstæð dæmi úr sínu eigin lífi eða annara, sem vitanlega geta orðið sjálfsögð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.