Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 38
196 KIRKJURITIÐ Hún krefst mikils starfs, en er um leið heillandi og lær- dómsrík. Prestsleg þjónusta við sjúka menn í heimahúsum þarf einnig að verða meiri en er. Og þó að segja megi, að þeir séu meðal vina að jafnaði, finna e. t. v. engir meira til þess en þeir, hve einangraðir þeir eru frá lífinu, er þeir sjá starfandi fólkið allt í kringum sig. Þeir, sem þannig þurfa lengi að vera rúmliggjandi, fyllast oft beiskju og lífsleiða, sem presturinn ætti að geta frelsað þá frá. Þá eru það hinir mörgu, sem orðið hafa fyrir því þung- bæra hlutskifti að verða öryrkjar á bezta aldri vegna slyss eða vegna afleiðinga einhvers sjúkdóms. Oft er hér um að ræða fyrirvinnu heimilis, föður eða móður margra barna. Þau verða úrtölufé í starfi lífsins, eða að það eru börn, sem ekki fá starfsþrá sinni og starfsgleði svalað í leikum við systkin eða jafnaldra glaða og ærslafulla. Þessu fólki þarf að krydda lífið, og duga þá engin gervi- föng heldur raunverulegt vítamín, sem gefur þeim and- legan styrk og jafnvægi. Þá vil ég að lokum minnast á hina ríku og aðkallandi þörf, sem er hér fyrir sérstaka sjúkrahúspresta. Hér á landi eru nokkur stór sjúkrahús, og flest eru þau í Reykjavík. Sjúkravitjanir presta eru þar að vísu tíðar og veita mörgum ómetanlega hjálp. Þetta getur þó aldrei orðið annað en aukastarf, því að þjónandi prestar höfuðstaðar- ins eru önnum kafnir við tíðar ræðugjörðir og almenn prestsverk. 1 þessum sjúkrahúsum liggur fólk hvaðan- æva af landinu, margt af þessu fólki þekkir ekkert prest- ana hér, og þeir heldur ekki það. Persónulegt samband getur því í fæstum tilfellum tekizt, og verður þá sálgæzla óhjákvæmilega engin eða lítil — aðeins nokkur hlýleg orð, stundarsnerting, sem að vísu gerir gagn, en getur ekki fullnægt þörfinni. Hér þyrfti að vera fastur starfsmaður, prestslærður og vígður maður, sem væri á sjúkrahúsinu allan daginn. Verkefni hans væri þá fyrst og fremst það að kynnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.