Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 42
200 KIRKJURITIÐ Lengi vel var starf geðveikralæknisins það eitt, að líta eftir vitstola fólki, sem lokað hafði verið inni á sérstök- um hælum. Verksvið hans var þröngt, náði vart út fyrir veggi geðveikrahælisins. Þar voru varðveittir þeir sjúkl- ingar, sem órólegastir voru og hættulegastir. Aðrir geð- sjúklingar, sem hægari voru og sinnuminni, lentu á verð- gangi, fengu enga læknishjálp og voru jafnvel hrjáðir og smáðir. Síðustu áratugina hefir hér orðið mikil breyt- ing á til bóta. Unnið hefir verið ötullega að því að rann- saka eðli brjálseminnar og finna leiðir til hjálpar þessum sjúklingum. Geðveikrahælin eru nú lækningastofnanir, en ekki varðhöld eingöngu, eins og áður var, og nú er reynt að veita öllum geðsjúklingum læknishjálp. Jafnhliða þess- um framförum hefir samúð og skilningur almennings í þeirra garð aukizt. En það eru fleiri sálsjúkir en þeir, sem þarfnast vistar á geðveikrahælum. Taugaveiklun kannast allir við að nafni til. Hún er að vísu margra tegunda, en sameiginlegt kennimark þeirra allra er truflun á starfi taugakerfis- ins. Orsakir taugaveiklunar eru langoftast sálræns eðlis, og því er hún í orðsins fyllstu merkingu sálsjúkdómur. Hún er mjög útbreiddur kvilli, þrálátur viðureignar og þjáningarfullur. Verulegur hluti af skjólstæðingahópi lækn- is eru taugaveiklaðir sjúklingar. Þó var læknisfræðin býsna sein á sér að taka það tillit til þeirra sem henni bar. Ungir læknar, nýkomnir frá prófborðinu, undruðust þann sæg manna, sem til þeirra leituðu með kvartanir, sem þeir kunnu engin skil á. Þetta var taugaveiklaða fólkið, sem læknisfræðin vanrækti áratugum saman eftir að hún þó var orðin viðurkennd raunvísindagrein. Nú er um allan heim leitazt við að bæta fyrir þessa vanrækslusynd. Það er ekki lengur unnt að loka augunum fyrir því, að taugaveiklunin er jafn-raunverulegur sjúk- dómur og t. d. lungnabólga, og að allra ráða verður að leita til að lækna hana og fyrirbyggja, og það jafnt fyrir því, þótt fara verði út fyrir takmörk þess líkamlega, —-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.