Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 57

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 57
PRESTASTEFNAN 1949 215 Þar er settur prestur séra Andrés Ólafsson, er nú hefir sótt um brauðið og fær þar sennilega fljótlega veitingu, þar sem hann er einn umsækjandi. 17. Skútustaðarprestakall í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi, er losnaði í þessum fardögum og hefir þegar verið auglýst til umsóknar. Alls eru hin óveittu prestaköll 17. Þetta er há tala, þegar þess er gætt að öll prestaköll landsins eru aðeins 112 að tölu. En í fjórum þessara prestakalla eru settir prestar og í hið 5. (Skútustaðarprestakall), vænti ég, að prestur komi fljót- lega. Einnig er þess að geta, að ég hefi nú í vor, að fengnu leyfi kirkjumálaráðuneytisins, sent guðfræðinema Gísla Kol- beins til aðstoðarþjónustu í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi, en þar er prestsfæðin tilfinnanlegust. Sennilega mun og annar guðfræðinemi starfa sem aðstoðarmaður prests, þó enn sé eigi fullráðið, hvar það verður. Enda þótt flest hin prestlausu prestaköll séu fremur fámenn, er hér mikið alvörumál á ferðinni. Söfnuðirnir sætta sig eðlilega illa við það að vera prestslausir ár eftir ár, og prests- setrin ganga úr sér, þar sem víða gengur erfiðlega að fá ábú- endur á þau, þar eð aðeins má leigja þau eitt ár í senn. Nú virðist þó að ýmsu leyti horfa bjartar um þessi mál en oft áður. Nemendum í guðfræðideild fer fjölgandi, og þyrfti að verða áframhald á því. Þá mundi á skömmum tíma ráðast bót á þessu vandamáli. Á þessu ári hefir lítið verið um byggingu nýrra kirkna, og stafar það bæði af dýrtíðinni og því, að erfiðleikar eru á að nauðsynleg leyfi og útvega efni til slíkra nýbygginga. í Reykjavík hefir verið haldið áfram smíði Laugarnesskirkju, °g verður hún væntanlega vígð í haust. Neðri hæð kórbygg- ingar Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð var lokið í ár, og var hún vígð og tekin í notkun sunnudaginn 5. desember s. 1. Enda þótt kapella þessi sé ekki ýkja stór, þá er hér eigi að síður mjög bætt úr brýnni þörf, og mega bæði prestar og söfnuðurinn fagna yfir þessari byggingu, sem jafnframt er nierkur áfangi að því marki, sem að er keppt, að þarna rísi íegursta kirkja landsins. Er þess að vænta að smíðinni verði haldið áfram þar til byggingin er fullgjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.