Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 70
228 KIRKJURITIÐ dómi að hvika hið minnsta frá því, sem satt var og rétt. Tókst honum svo farsællega að stjórna málefnum safn- aða sinna, að þar varð engin sundrung, þótt Kirkjufélag Vestur-lslendinga klofnaði í tvennt vegna guðfræðiskoðana og í flestum byggðum þeirra væru viðsjár með mönnum af þeim sökum. Hann vann að útgáfu sálmabókar og helgi- siðareglna Vestur-lslendinga og var í ritstjórn Sameiningar- innar, tímarits Kirkjufélagsins, 1913—1920. Á hann þar ýmsar góðar greinar um kristilegt starf, einkum með börnum og unglingum. Einkennir léttur og lipur stíll allt, sem hann skrifaði. Gróandi var í starfi séra Friðriks öll árin, sem hann vann í Argylebyggð. Þau urðu 22. Ræturnar, sem tengdu þau hjón og börn þeirra við byggðina, voru svo traustar, að erfitt reyndist að taka sig upp þaðan, þegar að þvi leið. Tuttugu árum eftir brottför séra Friðriks frá Argyle kom ég þangað til safnaða hans. Varð mér þegar Ijóst, hversu hann hafði unnið þar ágætt prestsstarf. Kirkjurnai', sem hann hafði látið reisa þar, voru einhverjar vistlegustu og fallegustu kirkjurnar í Islendingabyggðum vestra, enda var séra Friðrik smekkmaður hinn mesti og hafði hinar beztu forsagnir á öllu, er smíða þurfti, og sjálfur smiður góður svo sem verið hafði faðir hans. Undir kirkjuveggjum sá ég einnig trjágróður, og hafði kona hans hlúð að fyrrum. Þannig greri einnig í byggðinni upp af því, sem séra Friðrik hafði sáð með prédikunum sínum og öðru starfi. Mörgum varð það fyrst að spyrja um hann og margir báðu að heilsa honum. Létu ýmsir einhver orð fylgja kveðjunni, og blikaði þá stundum á tár í augum. Fermingarbörn hans vildu láta hann vita, að þau hefðu aldrei gleymt því, sem hann hafði kennt þeim, eða þau væru enn kennarar við sunnudagaskóla hans. Haustið 1924 var séra Friðrik kjörinn annar prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, en við embættinu tók hann ekki fyrr en sumarið eftir. Honum var Ijúf heimkoman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.