Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 76

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 76
234 KIRKJURITIÐ Um kvöldið var haldin guðsþjónusta í Vopnafjarðarkauptúni, og var þangað kominn Jakob prófastur. Kirkjusókn var sæmi- leg. Var síðan haldið heim að Hofi og nutum við þar aptur gestrisni á hinu ágæti heimili prófastshjónanna. Daginn eftir, sunnudaginn 17. júlí, var messað að Hofi. Kirkjusókn mátti heita góð og margt af ungu fólki, enda hafði ungmennafélagið boðað til fundar eftir messu. Frá Hofi héldum við svo kl. 5 þennan dag áleiðis að Hofteigi. Er það löng leið. Fara verður sömu leið til baka að Möðrudal, en þá yfir Jökuldals- heiði til Skjöldólfsstaða og sem leið liggur út dalinn, að Hof- teigi. Komum við þangað klukkan nærri 11 um kvöldið. Var okkur þar vel tekið. Bóndinn er bróðir Hermanns Gunnars- sonar, sem nú hefir verið kosinn prestur að Skútustöðum. Hofteigsprestakall er nú prestslaust, en séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ þjónar þar. Kirkjur eru þar tvær, í Hofteigi og Eiríksstöðum. Vegna þess að tími okkar, og þó einkum minn, var takmarkaður, var ákveðið að sleppa Eiríksstöðum, enda er sú sókn afskekkt og mjög fámenn. Guðsþjónusta var haldin þar í Hofteigi daginn eftir, mánudaginn 18. júlí. Kirkjusókn var léleg. Eftir messu var haldið þaðan út að Sleðbrjót. Þar hafði verið ferming daginn áður og lögboðin smalamennska var þann dag, enda fór svo, að enginn kom til kirkju. Var þó eigi um að kenna að koma okkar væri eigi auglýst, því að það gjörði presturinn við ferminguna, auk þess sem hann auglýsti ferð okkar í prestakalli sínu yfirleitt. Varð því eigi af messu, en við gengum til kirkjunnar, ásamt heimilisfólkinu á Sleðbrjót, og flutti séra Magnús þar bæn og prédikun, en ég erindi. Kirkjan er nýleg og einhver sú fegursta, sem við sáum á ferð okkar. Var hún mjög áberandi andstæða við þann áhuga á andlegum málum, sem lýsti sér í kirkjusókninni. Næsta dag skyldi messa á Kirkjubæ. Séra Sigurjón er búlaus og gat ekki sjálfur tekið á móti okkur um kvöldið, en hafði annazt um gistingu handa okkur hjá Birni Hallssyni á Rangá, og var þar ekki í kot vísað. Daginn eftir, þriðjudag 19. júlí, var messað í Kirkjubæ. Messan var auglýst kl. 1—2, en byrjaði kl. 31/2. Kirkjusókn var þar allgóð. Meðhjálparinn er roskinn maður, sem hefir gegnt því starfi í 40 ár. Vakti það athygli mína, hve vel hann las bænina. Organistinn var ekki mættur, og annaðist séra Magnús organleikinn, en séra Sigurjón var fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.