Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 88

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 88
246 KIRKJURITIÐ hlið hinnar dásamlegu eigingimi, sem orðið getur að þjóð- félagsböli engu síður en arðrán það, sem dr. Björn óttast. Sannleikurinn er sá, að fullkomið réttlæti í þessum sökum er bæði örðugt og kannske óframkvæmanlegt. Segjum nú svo, að þjóðfélagsþegninn sé kominn á það æðsta stig eigingirn- innar eftir orðabók dr. Björns, að hann gleymi alveg sjálfum sér í umhugsun og starfi fyrir velferð umhverfis síns og ókom- innar framtíðar. Mundi hann þá fyrst og fremst bera áhyggjur út af því að hljóta ekki full iðgjöld erfiðis síns? Eða er hægt að finna nokkurn mælikvarða, er tryggi hann gegn arðráni? Ef nú t. d. dr. Björn segði sem svo: „Góðir hálsar. Ég brenn í skinninu út af því að gleyma sjálfum mér og vinna ykkur allt það gagn, sem ég má í nútíð og framtíð. Aðeins verður við einu að sjá: Ég hreyfi ekki hönd eða fót fyrr en mér er að fullu tryggt, að ég verði ekki arðrændur!“ Hver vildi þá taka að sér að gera upp reikninginn og hver gæti það, þó að hann væri allur að vilja gerður? Vel mætti svo fara, að aldrei yrði byrjað á hinu mikilvæga starfi, vegna þess, að enginn fyndist svo hagfróður, að hann gæti reiknað út fyrirfram starfsgetu dr. Björns. En ætti reikningurinn að gerast upp eftir á, þegar séð væri fyrir endann á hagnaði þeim, sem þjóð- félagið hefði af afrekum hans, mætti svo fara, að hann væri dauður fyrir löngu, og hefði þannig orðið að leggjast arð- rændur í gröf sína. En þar væri hann ekki í svo slæmum fé- lagsskap, heldur mundi hann í þessu eiga samleið með öllum mestu velgerðarmönnum heimsins. Allir hafa þeir vafalaust verið arðrændir eftir kokkabók socialista, enda hefðu þeir sennilega aldrei neitt afrek unnið, ef þeir hefðu hugsað um það framar öllu, að „alheimta daglaun að kvöldum.“ Þessi logandi hræðsla við að snúa sér við fyrir náungann nema fyrir fyllstu borgun, er engan vegin vel fallin til að hjálpa mönnum til að gleyma sjálfum sér, vegna mikilvægari við- fangsefna umhverfis síns. Hún er ágætlega fallin til að gera menn að síngjörnum og sérhlífnum smásálum. Mest gagn hafa þeir ávallt unnið umhverfi sínu, sem sælla hefir þótt að gefa en þiggja, og átt hafa meira að gefa en goldið varð. Að þeim mönnum einum hefir menningunni orðið lið. Hið hagfræðilega réttlæti socialista er í rauninni óframkvæman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.