Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 62
60 KIRKJURITIÐ Jobsbók er eitt af stórkostlegustu skáldverkum heims- bókmenntanna. Þar er barátta stórbrotins anda við ægi- legustu vandamál lífsins. Það er engin furða, þó að slíkt rit kæmist inn í helgiritasafnið. Bókin er byggð upp sem eins konar leikrit, en þó er ekki talið sennilegt, að það hafi nokkurn tíma verið ætlað til leiks. Engu að síður er það náskylt leikbókmenntum að eðli og byggingu. Það er leikur, sem fer fram í salarkynnum hugans — en verður varla sýndur á sviði ytri atburða með leikurum, íklædd- um holdlegum líkama. Þó að fræðimenn, þar á meðal sérfræðingar í leiksögu, geti ekki fallizt á, að Jobsbók og Ljóðaljóðin séu leik- textar í venjulegum skilningi, þá hefir sú skoðun komið fram, að í enn einu riti Biblíunnar séu textar frá fornum gyðinglegum helgileikum. Það er ekki lengra síðan en 1934, að danskur guðfræðingur, Johannes Pedersen að nafni, kom fram með alveg nýja og harla nýstárlega skoðun á því, hvernig fyrstu fimmtán kapítularnir í H- Mósebók séu orðnir til. Skoðanir hans eru enn mjög um- deildar, og ég nefni þær hér alls ekki vegna þess, að ég fyrir mitt leyti telji mig hafa fræðileg skilyrði til þess að gera út um slíkt mál. En mér er kunnugt um, að t. d. prófessor í G. t.-fræðum, Flemming Hvidberg, hefir fallizt á skoðun hans. Hún er í stuttu máli á þá leið, að þessir kaflar séu að stofninum til gamlir leiktextar frá þeim tímum, að helgileikir hafi verið liður í páskahaldi Gyð- inga. Þar er sagt frá ánauð Israelsmanna í Egyptalandi, fæðingu Móse, hins mikla leiðtoga þjóðarinnar, köllun hans og hvernig hann er gjörður afturreka af Faraó. Þa er sagt frá því, er Jahve birtist honum á Egyptalandi, fra plágunum, páskahátíðinni, burtförinni úr Egyptalandi, för' inni yfir Rauðahafið og loks þeim lofsöng, er Móses og ísraelsmenn hefja, til þakkar fyrir hina dásamlegu frels- un. — Menn hafa veitt því athygli, að í frásögninni ei stundum gripið fram fyrir og sérstakir frásagnar-kaflai um sama atburðinn standa svo að segja sem sjálfstæðai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.