Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 20

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 20
86 KIRKJURITIÐ „Ég vil láta mála líka karlmannsmynd og senda hvora tveggja á kirkjufundinn í Mílanó og spyrja feðuma heilögu, hvort þeir kjósi heldur: Hjúskap eða einlífi?" í einu var Katrín manni sínum miklu fremri, fjármálastjórn heimilisins. Kunni hann lítt tök á henni, en Katrín því betur. Og mikils þurfti við til þess að láta tekjurnar hrökkva fyrir útgjöldunum. Börnunum fjölgaði, og smám saman varð Svarta- klaustrið hæli fyrir flóttamenn, sjúka og sorgbitna, og foreldra- hús fyrir munaðarleysingja. En Katrín gætti í hvívetna mestu hagsýni og spamaðar og rakst þá stundum hastarlega á gjaf- mildi hans. Eitt sinn t. d. kom stúdent og bað Lúter um fjár- styrk, og átti hann þá ekkert annað handbært en dýran silfur- bikar, sem hann hafði nýlega fengið að gjöf. Lúter rétti stú- dentinum hann. Stúdentinum varð litið til Katrínar, og kom þá hik á hann. En Lúter lagði bikarinn saman og sagði stú- dentinum að fara og selja hann gullsmiðnum. Mest reyndi á trú Katrínar og kærleik, þegar drepsóttin geisaði í Wittenberg. Þá breiddi heimili hennar faðminn við öllum, bæði sjúkum og heilbrigðum. Hún gegndi öllum skyld- um sínum með dæmafárri ró, gleymdi engum, hjúkraði skjól- stæðingum sínum, spretti í kýli, sá um heimilisstörfin, vakti yfir börnunum, hughreysti mann sinn og treysti Guði. Og þegar sorgin sótti þau hjónin heim, þá bar hún harm sinn í hljóði og í trú á Guð: „Þetta varð að fara svo, og úr því að svo var, þá hlýtur það að vera gott.“ Huggun hennar varð sálmurinn: „Það verði allt, sem vill minn Guð.“ Svo fór einnig, er henni barst fregnin um lát manns hennar, fjarri heimilinu og fjarri henni, sem hafði þráð það að mega hjúkra honum síðast og loka augum hans. Henni virtist sem sólin hefði gengið til viðar. Og svo steðjuðu að fleiri áhyggjur- Á stríðstímunum varð hún að flýja tvisvar frá Wittenberg, og þegar hún kom aftur, var aldingarður hennar orðinn að flagi og sveitabýli lagt í rústir. Hún hafði misst allar eignir sínar. En hún hóf aftur handa með óþrotlegum kjarki og dugn- aði. Hún tók kostgangara á ný og rétti smám saman aftur við. En eftir stríðið kom drepsóttin aftur til Wittenberg. Háskól- inn var fluttur til Torgau, og þangað leitaði Katrín einnig með börnin sín. Á leiðinni fældust hestarnir. Katrín reyndi að stöðva þá og bjarga börnum sínum, en steyptist þá úr vagninum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.