Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 35

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 35
ALD ARMINNIN G 101 Báðir eiga þeir menntuð og vel metin börn, sem rétta þeim hjálparhendur að síðustu stundu. Og að loknu lífi fengu þeir legstaði hjá konum sínum við þær kirkjur, sem þeir höfðu lengi þjónað. Vel þykir mér hlýða að enda þessa grein með hinu snjalla kvæði um þá frændur, eftir Þorstein skáld úr Bæ: Hátt bar Gilsbakka í Hvítársíðu Magnús á mannafundum. Hærra bar hug ins horska manns í heiðu heimaranni. Tengdust höndum yfir Hvitárfljót frændur tveir til fremda, Magnús og Guðmundur um mannaforráð báru af Borgfirðingum. Annar háleitur höfuðsmaður gáfna gyldum und hjálmi. Hinn var hugrór, heiðsær mildur. Lifandi lýða prýði. Annar háfjall í eldi sólar, meðan móða er á láði. Hinn sem gróðri skrýdd, græn og fögur hlíð með híbýlum prýdd. Ofan tók hérað, er eystra bornir féllu frændur að velli.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.