Kirkjuritið - 01.04.1953, Qupperneq 73
ÍSLENZKI FÁNINN OG FERMINGAR
139
föðurlandið, því að í innsta eðli sínu er þetta allt tengt órofa-
böndum. Og skylduræknin er sennilega ein hin ágætasta dyggð
hverrar mannveru, sú dyggð, sem fæðir af sér marga aðra
goða kosti og er undirstaða að hamingjusömu lífi.
Við fermingar lætur séra Jón Guðjónsson breiða íslenzka
fónann á gráturnar inni í kirkjunni, og um leið og hvert barn
rettir prestinum hönd sína, krýpur það á íslenzka fánann.
Vonandi er, að prestar landsins taki upp þennan ágæta sið.
Orð eru ekki alltaf hið áhrifamesta. Ein lítil minning fær oft
miklu áorkað. Það eitt að krjúpa við fánann á heilagri stund,
getur haft þau áhrif á ungan hug, er vari allt lífið og móti
a vissan hátt afstöðuna til þessa merkis þjóðar vorrar. Séra
Jón Guðjónsson er hugsjónamaður og hefir áhuga á því að
korna fleiri fyrirætlunum sínum í framkvæmd viðvíkjandi
fermingunni. Hann vill koma upp sérstökum fermingarbún-
lngi, sem kirkjan eigi sjálf og börnin klæðist við þetta tæki-
f*ri. Búningar þessir yrðu þá helzt að vera hvítir kuflar eða
skikkjur með þjóðlegu sniði. Til hinna svo kölluðu fermingar-
fata og fermingarkjóla er venjulega vandað eftir beztu föng-
um, og leggja margir fátækir foreldrar i kostnað um efni
fram. En vöxtur unglinga er ör á þessu aldursskeiði og nýting
fatnaðarins því sjaldan góð. Þess eru líka mörg dæmi, að það
hefir varpað nokkrum skugga á gleði dagsins hjá börnum,
að efnahagur foreldra þeirra hefir ekki leyft samjöfnuð við
önnur börn um klæðaburð. 1 Svíþjóð er það nokkuð algengt,
að unglingar láta ferma sig í skátafötum af áðurgreindum
orsökum. Undir kufli kirkjunnar gæti fermingarbarnið verið
1 hvaða fötum sem vera skyldi, sparifötum sínum, venjuleg-
fermingarklæðnaði eða skátafötum.
A þeim umbrota- og stormatímum, sem nú eru í þjóðlífi
yoru, þegar þjóðarhættir hafa breytzt og nýjar menningar-
Öldur flætt yfir, ber nauðsyn til þess að veita hinum nýju
straumum í íslenzka farvegu, hvar sem því verður við komið,
°g láta þá fá yfirbragð þjóðlegrar venju og arftekinna ein-
þenna. Jafnvel fornum kirkjulegum athöfnum, svo sem ferm-
nigunni, má breyta til þjóðlegra hátta. Hin þjóðlegu einkenni
Puria að koma sem víðast fram, helzt að vera glögg og skýrt
afmörkuð. I íslenzkum listum og bókmenntum leita útlend-
mgar að þessum einkennum, en finna þau því miður ekki