Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 13
LANDSINS LJÓS 159 brúin til himins. Traust er snauðra trú. Einn er uppheims Guð, um aldir vakir hann yfir íslands hag. Hjarta hvert á sinn himnastiga, sjálfs sín þöglu þrá. Hver var huggun vor á hörðum árum, styrkur í stórri raun? Hver var hinzta von, er í haf vér sukkum eða hurfum í hjarnsins nótt? Heyri ég sunginn sálm hjá Svörtuloftum og uppi í Efstadal. Heyri ég sálmasöng á Suðurnesjum og á Heljardalsheiði. Líður öld af öld. Aftur skal morgna. Birta skal í byggð. Ævintýrið ísland mun eitt sinn verða skálds síns Ljóðaljóð. Heyri ég hófadyn á hélujörðu í afturelding grárri. Vaknar einn og einn, út verður litið. Hver mun ríða hjá? Heyri ég hófadyn sem hjarta slái eftir fegins fregn. Ríður riddari í roðaskikkju þess hins mikla morguns. Flýgur bjartur fugl af fjöllum kominn, tindum hárrar trúar. Felur hann sér í fjöðrum fagrar, hvítar bænir þúsund brjósta. Svífur yfir sveitum svanur vors draums, æðstu vona vorra. Flug sitt hann fékk af fleygum þrám landsins beztu barna. Guðar geisli senn á glugga lágan, brosir kotsins barn. Baðstofan breytist í bláan sal íslands ævintýris. Dagur er í dal, dýrð á jökli, heiður himinn yfir, andlit öll sem ort í hrifningu í mikilli sumarsól. Einn er uppheims Guð, um aldir vakir hann yfir íslands hag. Hjarta hvert á sinn himnastiga, sjálfs sín þöglu þrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.