Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 20
166 KIRKJURITIÐ Einn stéttarbróðir úr hópi fyrrverandi presta kvaddi þetta jarðlíf, hinn 11. marz s.l. Það var séra Böðvar Bjarnason, f. prestur að Hrafnseyri og prófastur í V.-ísafjarðarprófastsdæmi. Séra Böðvar fæddist að Reykhólum í Reykhólasveit 18. apríl 1872. Foreldrar hans voru Bjarni bóndi á Reykhólum Þórðar- son og kona hans Þórey Pálsdóttir bónda á Reykhólum Guð- mundssonar. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1897 og embættis- prófi úr Prestaskólanum í Reykjavík árið 1900. Fékk veitingu fyrir Hrafnseyri frá fardögum 1902 og vígðist hinn 13. apríl það ár og gegndi því starfi til vors 1941, er hann fékk lausn frá prestsþjónustu og fluttist til Reykjavíkur. Séra Böðvar var prófastur í V.-ísafjarðarprófastsdæmi árin 1929—41; auk þess gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hér- að. Hinn 26. apríl 1899 kvæntist hann Ragnhildi Teitsdóttur frá Isafirði, og eignuðust þau fjögur böm. Öðru sinni kvæntist séra Böðvar (20. sept. 1920) Margréti Jónsdóttur frá Hrauni í Keldudal, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú böm. Séra Böðvar var fjölhæfur maður, skáldmæltur og prýðilega ritfær. Hann þótti og frábær kennari, enda stundaði hann jafn- an kennslustörf samhliða prestsstarfinu, og einnig hin síðari ár eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur. Hann samdi meðal annars námsbók í kristinfræðum handa börnum, og var hún prentuð í Rvík 1932. Séra Böðvar var mikilsmetinn og góður þjónn kirkjunnar, samvizkusamur og skyldurækinn í embættis- starfi og áhugasamur um málefni kristninnar. Ég bið yður, bræður, að votta minningu þessa framliðna starfsbróður virð- ingu og þökk. Á árinu andaðist engin prestsekkja. En hinn 6. maí lézt i Landsspítalanum í Reykjavík frú Anna Elín Oddbergsdóttir, kona séra Eiríks Helgasonar prófasts í Bjarnanesi. Þessi glæsilega og góða kona var fædd í Reykjavík 11. júlí 1893 og giftist séra Eiríki 8. júní 1918. — Bið ég yður að votta hinni látnu virðingu yðar, en eiginmanni hennar og börnum samúð og hluttekning, með því að rísa úr sætum. Síðan vér komum hér saman síðast, hefir enginn þjónandi prestur látið af störfum nema séra Rögnvaldur Finnbogason, eT vígður var hinn 27. júlí s.l. til Skútustaða, sem settur prestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.