Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 6
52 KIRKJURITIÐ Þess vegna þóttu mér þessar umræður svo ánægjuluegar. Hér voru að minnsta kosti „leifar eftir skildar“. * Á þessu þyrfti þá fyrst að fara fram athugun, og hún ekkert kák, heldur raunveruleg rannsókn. Hvaða prestar húsvitja og hvernig? Eg á ekki við það, að hér eigi fram að fara neinn undirbúningur undir refsiaðgerðir gegn þeim, sem ekki húsvitja. Meðal þeirra eru sennilega ýmsir af beztu prestum landsins. Hér er ekki stofnað til neins dóms- dags, með sauði til hægri og hafra til vinstri. En hér þarf að fá vitneskju, áður en mikið lengra er farið út í þetta mál. Prestafélagsfundurinn ætlaðist ekki heldur til þess, að þetta mál félli niður. Þar var gerð eftirfarandi ályktun: „Þar sem húsvitjanir presta eru bein embættisskylda þeirra og auk þess einn þýðingarmesti þátturinn í starfi þeirra, væntir fundurinn þess, að prestar landsins láti ekki undir höfuð leggjast að rækja þær, þar sem þeim verður við komið, svo kostgæfilega sem frekast er unnt. Jafn- framt beinir fundurinn því til stjórnar Prestafélagsins, að leggja fyrir næsta aðalfund tillögur um, hvernig húsvitj- unum presta í fjölmennustu kaupstaðasöfnuðunum yrði bezt fyrir komið.“ Eg hefi nú að visu ekki mikla trú á mætti fundarálykt- ana. Þær eru oftast vindbólur, sem þenjast út á fundinum, en hjaðna og verða að engu óðar, er fundinum hefir verið slitið. En viljayfirlýsingar koma þó fram í þeim, og vissu- lega kom það mjög skýrt fram á fundinum, hve mikilsvert þetta mál er. Mér fyndist hér gott tækifæri, eitt af mörgum, til þess að ná sambandi við prestana og færa þá saman í eina fylk- ingu, að spyrja þá um þetta mál í öllu bróðemi. Hér er mál, sem er utan við allan ágreining um guðfræði eða annað, sameiginlegt mál allra, þar sem hver getur eggjað annan og hver stutt annan i vandasömu, en afar mikils-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.