Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 8
54 KIRKJURITIÐ verður hann að koma annað hvert ár á hvert heimili. Og gæta verður þess, hvílíkur hægðarauki er í kaupstöð- um á móts við í sveitum, að vera laus við ferðalögin. Eg held að óhætt sé að segja, að erlendis leiki prestar í borgum sér að því að heimsækja svo sem eitt til tvö þúsund heimili á ári. Enda eru þeir orðlagðir fyrir þennan óþreytandi röskleika í starfi, margir hverjir. 1 Bandaríkj- unum, þar sem ekki er um annað að ræða en fríkirkju- söfnuði, bætist það ofan á, að prestarnir verða að tína þessi heimili upp víðs vegar um stórar borgir, því að söfn- uðirnir eru bundnir við kirkjudeildir en ekki búsetu. En þarna eru allt frjálsir söfnuðir, og því er ekki um nema tvennt að velja fyrir prestinn, að sigra eða falla. Eg á dóttur í Bandaríkjunum, sem er nýflutt, ásamt manni sínum og ungum syni, til stórborgar eða smábæjar í útjaðri hennar. Tengdafólk hennar er baptistar, og lúterskur söfnuður var ekki í þeim bæ, sem hún bjó í áður. En nú spurði hún uppi lúterska kirkju í nágrenninu, og fóru þau þangað. Rétt á eftir kom presturinn í heim- sókn til þeirra. Kvaðst hann vita um aðra íslenzka konu, er byggi í öðrum smábæ í útjaðri stórborgarinnar. Nú sækja þau vafalaust kirkju þessa prests (sem er af dönsk- um ættum), hvað sem meira verður. Sonur þeirra fer í sunnudagaskóla þessa safnaðar. Og þannig grær sæðið og vex, þegar að því er hlúð. Hér er röskleiki í starfi, kapp og skyldurækni, sem mætti vera til fyrirmyndar. Og þetta er engin undantekning þar um slóðir. Með slíkri undandráttarlausri starfsgleði er mikið hægt að afreka. f Bandaríkjunum er þetta eina vonin til þess að grundvalla söfnuðina, efla þá og halda við kristilegu starfi. En hér á landi er þetta, rétt á litið, engu ónauð- synlegra, þó að það dyljist meira undir móðurlegri skýlu þjóðkirkjunnar. Hér eru prestaköllin að vísu til, landfræði- lega afmörkuð, og presturinn er embættismaður, sem hefir að starfssviði þetta afmarkaða svæði og þær sálir, sem þar eiga heima.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.