Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 11
HÚSVITJANm OG KIRKJUSÓKN 57 Vafalaust á þetta hvorttveggja mjög mikinn þátt í að efla kirkjusókn, góðar ræður og góður söngur, og má hvorugt vanþakka né fella niður. Og þó er ef til vill enn meira atriði í þessu efni, að hinar góðu ræður sýna áhuga prestsins, löngun hans til góðs starfs, og dregur þannig að sér þá, sem löngun hafa til þess að starfið gangi vel. Og góður söngflokkur ber vitni um starfandi áhuga, sem einnig litar út frá sér og smitar aðra. Hér eru vissulega á ferð íRjög mikilsverð atriði. Söngflokkarnir ættu að reyna að fá sem allra flesta til þátttöku, jafnvel þá, sem ekki munar mikið um. Það má ekki gleymast, að eins og sálmabókin er ekki fyrst og fremst Ijóðabók, eins er kirkjusöngurinn ekki fyrst og fremst hljómleikar, heldur hjálparmeðal til þess að lyfta hugunum á hátíðlegri stund. Og það má ekki gleymast, að sjálft söngfólkið í kórnum er starfandi kirkju- gestir. Svo fjölmennur getur kirkjukór verið, að hann einn Seri sæmilega kirkjusókn. Þó að skiljanlegt sé, að góða söngfólkinu sé ef til vill lítið um lélegri söngkraftana í kirkjukórnum, þá er vonandi að þetta sjónarmið fái líka að koma til greina. En þó að við viðurkennum ýmis sjónarmið þeirra, sem ekki sækja kirkju, þá verður þó ávallt eftir sú staðreynd, að án kirkjusóknar staðnar blóðið í kirkjulíkamanum. Eirkjusókn, sameiginlegar guðsþjónustur, eru megin atriði, sem fylgt hefir kirkjunni frá fyrstu tíð. Fyrstu spurnir, sem eru til af kristninni, utan kristnu ritanna, eru einmitt Urn þessar samkomur kristinna manna. Þeir urðu að koma saman, hlýða á orðið flutt, neyta máltíðar saman og helgr- ar kvöldmáltíðar. 1 afskekktum loftstofum, eða í graf- hýsum niðri í jörðinni eða úti á víðavangi, í hvömmum eða skógarrjóðrum, — einhvers staðar urðu þeir að koma saman, sækja kirkju. Og fyrstu ytri merki um það, að kristnin er að eflast, eru kirkjuhúsin, sem fara að rísa af grunni, stærri og stærri eftir því sem söfnuðirnir eflast. Sama er enn, hvar sem kristni berst, hvort heldur er til heiðinna landa eða eyðilanda, sem eru að byggjast.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.