Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 13
HÚSVITJANIR OG KIRKJUSÓKN 59 >>yfirsigrum“. Kraftarnir stælast við erfiðleikana. Sigur- inn verður að „yfirsigri" í huga postulans. Hann á ekki að- eins von á sigri, þar sem Guð er í verki með, heldur meiru er> sigri, þegar hann minnist á örðugleikana. Margir prestar hafa sagt frá þeirri reynslu sinni, að fólk, sem þeir komu til, kom til þeirra í kirkjurnar aftur a móti. Heimsóknin eða heimsóknimar, með öllu, sem þeim fylgir, geta tengt vináttubönd, sem greiða leiðina, Þó að tréð falli ekki við fyrsta högg. Spurningin er svo, hvort presturinn á beinlínis að ræða þetta mál við fólkið, og láta það finna, að honum væri áhugamál að sjá það í kirkjunni, og að honum yrði starfið auðveldara, ef það fjölmennti til guðsþjónustunnar. Vafa- laust yrði reynsla presta mismunandi í þessu efni, og ekki víst að öllum hentaði það sama. Eg held að mig misminni það ekki, að dr. Jón Helgason, biskup, segði mér frá ágætum presti, sem kom í nýtt prestakall. Fjölmenni var við kirkju hjá honum, þegar hann heilsaði söfnuðinum. En næst kom fátt eða enginn til kirkju. Og við sama stóð næsta sunnudag þar á eftir. Hann hafði þá engar sveiflur á því, tók hest sinn og fór um sóknina og spurði fólkið umbúðalaust, hvernig í þessu lægi. Hann væri kominn hingað til þess að vinna, og fólkið greiddi fyrir það, þó að ekki væri á neitt annað litið, og svo kæmi það ekki til kirkju. Það kom, og hann hafði jafnan ágæta kirkjusókn. Eg hefi meira að segja orðið var við þá fáránlegu skoð- un, að prestunum sé greiði gerður með því að „losa þá við það að þurfa að messa“. Ef slíkir prestar eru til, sem vilja fegnir losna við að messa, þá vandast málið. Þess háttar samvinna milli prests og safnaðar þarfnast áreiðan- lega einhverrar annarrar aðgerðar. En eg hygg sannast að segja, að slíku sé naumast til að dreifa. Það er að minnsta kosti svo mikil undantekning, að ekki þarf að láta það hafa áhrif á málið sjálft.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.